Aron Elís Þrándarson er genginn í raðir Víkings á nýjan leik en hann hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 2014 hjá uppeldisfélaginu.
Hann kemur nú heim eftir að hafa leikið með Álasundi í Noregi og OB í Danmörku. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Víking, gildir út tímabilið 2027.
Hann kemur nú heim eftir að hafa leikið með Álasundi í Noregi og OB í Danmörku. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Víking, gildir út tímabilið 2027.
Miðjumaðurinn er 28 ára gamall og á að baki sautján leiki fyrir A-landsliðið. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net var hann með tilboð frá bæði Noregi og Danmörku en valdi að koma aftur heim.
Áður en Aron fór út var hann einn allra besti leikmaður efstu deildar hér á Íslandi, þekktur fyrir sín tilþrif framarlega á vellinum en hefur aðeins færst aftar með árunum.
???? Einn dáðasti sonur Víkings
— Víkingur (@vikingurfc) June 27, 2023
???? 2013 bestur, efnilegastur og markahæstur
???? 2014 Skærasta ungstirni efstu deildar
???? Atvinnumaður í Noregi og Danmörku
???? Leikmaður ársins hjá OB 2021
???????? 32 yngri landsleikir
???????? 17 A-landsleikir, eitt mark
Aron Elís Þrándarson ???? pic.twitter.com/LlGtg7OLZ6
Athugasemdir