
„Það var mjög súrt að taka ekki allavega eitt stig úr þessum leik," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 0-1 tap gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Danmörk
„Við gleymum okkur í einni sókn og þær refsa okkur. Þetta er frábært lið en ég held að við getum verið sáttar með frammistöðuna í dag," sagði hún jafnframt.
Liðið tapaði 4-0 gegn Þýskalandi í síðasta leik en það var himinn og haf á milli þessara tveggja leikja.
„Við vorum hungraðar í að sýna okkar rétta andlit. Við breytum um leikkerfi sem að mínu mati hentar okkur betur. Ég held að fyrst og fremst höfum við verið hungraðar að sýna þjóðinni hvað við getum."
Hér fyrir ofan má sjá viðtalið í heild sinni en Karólína segir að liðið ætli auðvitað að fara hungraðar inn í næsta leik gegn Þýskalandi líka.
Athugasemdir