Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Gætu skipst á leikmönnum
Mynd: EPA
Sádi-arabíska félagið Al Nassr er að vinna í því að fá Youssef En-Nesyri frá Fenerbahce en þetta kemur fram í tyrkneskum miðlum í dag.

Fenerbahce er að landa brasilíska sóknarmanninum Anderson Talisca frá Al Nassr en það er ágætis möguleiki á því að Al Nassr fái En-Nesyri í skiptum.

Marokkómaðurinn kom til Fenerbahce frá Sevilla í sumar og hefur skorað 9 mörk á tímabilinu.

Umboðsmaður leikmannsins er á leið til Istanbúl í viðræður við Fenerbahce og eru meiri líkur en minni á að það náist samkomulag um skiptin.

Al Nassr er í 4. sæti sádi-arabísku deildarinnar með 25 stig, ellefu stigum frá toppliði Al Ittihad.
Athugasemdir
banner
banner
banner