Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Gleðileg jól!
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og þökkum fyrir lesturinn á árinu sem er að líða.

Fréttaþjónusta Fótbolta.net verður á sínum stað eins og alla aðra daga ársins og verður hægt að skoða allt það helsta sem er að frétta úr heimi fótboltans.

Árið hefur verið viðburðaríkt í íslenska boltanum. Breiðablik varð Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki á meðan karlalið Víkings skrifaði söguna í Sambandsdeild Evrópu með því að verða fyrsta íslenska liðið til að komast í útsláttarkeppni.

Íslenska kvennalandsliðið komst á EM í fimmta sinn í sögunni og þá var karlalandsliðið hársbreidd frá því að komast á Evrópumótið í sumar en tapaði naumlega fyrir Úkraínu í úrslitum umspilsins.

Fótboltinn fer ekki í frí um jólin. Spilað er í ensku úrvalsdeildinni á annan í jólum og þá eru auðvitað fjölmargar leikir í deildinni milli jóla og nýárs.

Gleðileg jól!
Athugasemdir
banner
banner
banner