Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   sun 28. júlí 2024 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Mótherjar Víkings fengu fjögur mörk á sig gegn Napoli
Khvicha Kvaratskhelia skoraði
Khvicha Kvaratskhelia skoraði
Mynd: Getty Images
Albanska liðið Egnatia tapaði fyrir ítalska liðinu Napoli, 4-0, í æfingaleik á Stadio Teofilo Patini í dag.

Egnatia er að halda sér í leikformi áður en það mætir Víkingi R. í síðari leik liðanna í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Víkingsvelli, en síðari leikurinn fer fram á heimavelli Egnatia á Elbasan-leikvanginum í Elbasani á fimmtudag.

Í kvöld mætti Egnatia stórliði Napoli en sá leikur tapaðist 4-0.

Khvicha Kvaratskhelia og Matteo Politano skoruðu fyrir Napoli í fyrri hálfleiknum en þeir Giovanni Simeone og Cyril Ngonge í þeim síðari.

Fínasta æfing hjá Egnatia. Edlir Tetova, þjálfari Egnatia, gerði tvær breytingar frá sigrinum á Víkingi. Arbin Zejnullai og Regi Lushkja komu inn fyrir þá Youba Drame og Alessandro Ahmetaj.
Athugasemdir
banner
banner
banner