PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   sun 15. september 2024 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Tottenham og Arsenal: Gabriel bestur - Kollegar hans frábærir
Arsenal menn fagna markinu
Arsenal menn fagna markinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Arsenal er með montréttinn í Norður-Lundúnum eftir sigur á Tottenham í dag.


Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel skoraði sigurmarkið þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka. Hann var valinn maður leiksins að mati Sky Sports en félegar hans í vörninni voru einnig sterkir.

Gabriel fær níu í einkunn en William Saliba og David Raya fá átta.

Bestu menn Tottenham voru Mickey van de Ven og James Maddison en þeir fá sjö hvor. Brennan Johnson fann sig hins vegar ekki og fær fimm í einkunn.

Tottenham: Vicario (6), Porro (6), Romero (6), Van de Ven (7), Udogie (6), Bentancur (6), Kulusevski (6), Maddison (7), Son (6), Solanke (6), Johnson (5).

Varamenn: Sarr (6), Odobert (6), Werner (6).

Arsenal: Raya (8), White (7), Saliba (8), Gabriel (9), Timber (7), Jorginho (7), Partey (7), Trossard (7), Saka (7), Havertz (7), Martinelli (7).

Varamenn: Sterling (6), Jesus (6), Nwaneri (6).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner