Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 28. október 2015 14:25
Magnús Már Einarsson
Kristján Finnbogason leggur hanskana á hilluna (Staðfest)
Kristján í leik með KR fyrir nokkrum árum.
Kristján í leik með KR fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Markvörðurinn reyndi Kristján Finnbogason hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna.

Hinn 44 ára gamli á magnaðan feril að baki en hann varð Íslandsmeistari í sjöunda skipti þegar FH vann titilinn í sumar. Þá hefur hann unnið fimm bikarmeistaratitla á ferlinum.

„Ég held ég geti ekki meira. Ég held að líkaminn sé búinn að segja algjörlega stopp," sagði Kristján við Fótbolta.net í dag.

„Það er gríðarlega hátt og mikið tempó á æfingum hjá FH og maður þarf að vera í góðu standi til að standa í marki á æfingum hjá þeim. Ég fann að þetta var orðið erfitt undir lokin."

„Ég vil koma á framfæri þakklæti til FH. Það er frábært fólk í kringum félagið, bæði leikmenn, þjálfarar og stjórn."

Kristján ætlar að skoða það að fara út í markmannsþjálfun af fullum krafti en hann var markmannsþjálfari hjá Fylki árin 2012 og 2013 þegar hann var einnig leikmaður liðsins.

Kristján lék lengst af á ferli sínum með KR en þar spilaði hann sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 1989. Árin í meistaraflokki eru því orðin 26 talsins!

Kristján lék samfleytt með KR til ársins 2008 fyrir utan árin 1992 og 1993 þegar hann var á mála hjá ÍA. 2009 til 2011 var Kristján í markinu hjá Gróttu áður en hann fór í Fylki og þaðan í FH fyrir sumarið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner