Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: NRK 
Hareide: Þjálfaraferli mínum er lokið
Icelandair
Age Hareide er hættur í þjálfun.
Age Hareide er hættur í þjálfun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norðmaðurinn Age Hareide tilkynnti í gær að hann væri hættur sem landsliðsþjálfari Íslands. Þá er hann hættur alfarið í þjálfun en hann er 71 árs gamall.

„Ég er búinn að taka ákvörðun. Þetta er tímapunkturinn til að segja þetta gott. Ég er með slæmt hné. Ég þarf að vera í toppstandi til að halda áfram í þessu starfi," sagði Hareide við NRK í Noregi þar sem hann opinberaði að hann væri hættur í þjálfun.

Hareide er fyrrum landsliðsþjálfari Noregs og Danmörku og þá vann hann norska titilinn með Rosenborg, sænska titilinn með Malmö og danska titilinn með Bröndby. Hann á frábæran þjálfaraferil að baki.

„Ég átti spjall við Åge, hittumst í dag um tvö leytið og ræddum málin. Åge tjáði mér að hann teldi þetta góðan tíma fyrir hann að stíga til hliðar, fannst þetta réttur tími. Hann er að fara í aðgerð á hné og annað. Hann ákvað að taka þessa ákvörðun," sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í viðtali í gær eftir að tilkynnt hafði verið að Hareide væri hættur.

Á heimasíðu KSÍ er birt kveðja frá Hareide:

„Ég hef notið tímans með íslenska landsliðinu, en tel að nú sé rétti tíminn til að hætta. Það eru spennandi tímar framundan fyrir liðið og margir ungir leikmenn að vaxa sem leiðtogar liðsins. Ég óska landsliðinu og íslenskri knattspyrnu alls hins besta í framtíðinni," segir Hareide.
Athugasemdir
banner