Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wan-Bissaka: Þetta er bara byrjunin
Mynd: Getty Images

Hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham í gær þegar hann innsiglaði 2-0 sigur liðsins á Newcastle.

Þetta var kærkominn sigur fyrir liðið en það eru aðeins sex stig niður í fallsæti.

Wan-Bissaka skoraði eftir undirbúning Jarrod Bowen en þeir ná vel saman.


„Ég nýt þess að spila með honum og er byrjaður að tengja betur við hann með hverjum leiknum sem líður," sagði Wan-Bissaka.

„Þessi úrslit voru í uppsiglingu. Við höfum æft mjög vel, sérstaklega í (landsleikja)hléinu, við komum hingað og sýndum það. Við förum fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Arsenal á laugardaginn og höldum áfram að spila sem lið."

„Lopetegui sagði okkur að þetta væri bara byrjunin og við þyrftum að halda áfram," sagði Wan-Bissaka að lokum.


Athugasemdir