Tammy Abraham er staðráðinn í að ná fyrri kröftum eftir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins í fyrra.
Hann sleit krossband og kom aðeins við sögu í 12 leikjum með Roma á síðustu leiktíð. Hann var lánaður til AC Milan í sumar og hann hefur leikið 11 leiki og skorað aðeins 2 mörk.
Milan heimsækir Slovan Bratislava í Meistaradeildinni í kvöld en Abraham vill fara alla leið í keppninni.
„Mér líður vel, ég er að koma til baka eftir slæm meiðsli á síðasta tímabili. Ég er að leggja hart að mér og vil komast þangað sem ég var áður," sagði Abraham.
„Við viljum vinna. Meistaradeildin er mjög mikilvæg og við erum með leikmenn sem hafa unnið hana áðurr, við vitum hvað þarf til að vinna hana."
Liðinu hefur ekki gengið vel undir stjórn Paulo Fonseca en liðið er með sex stig í Meistaradeildinni eftir fjórar umferðir. Þá er liðið í 7. sæti með 19 stig eftir 12 umferðir í ítölsku deildinni.