„Þetta er blessun og ég finn fyrir nánast öllum jákvæðum tilfinningum sem eru til. Ég þakka guði fyrir þetta nýja tækifæri," segir sóknarmaðurinn Omar Sowe í samtali við Fótbolta.net.
Sowe er 24 ára gamall framherji og frá Gambíu en hann kom fyrst hingað til lands árið 2022 og lék með Breiðabliki. Síðustu tvö tímabil hefur hann leikið með Leikni í Lengjudeildinni.
Sowe er 24 ára gamall framherji og frá Gambíu en hann kom fyrst hingað til lands árið 2022 og lék með Breiðabliki. Síðustu tvö tímabil hefur hann leikið með Leikni í Lengjudeildinni.
Hann hefur leikið 74 leiki ogskorað 39 mörk fyrir liðin tvö. Hann var fyrsti leikmaðurinn sem kemur til ÍBV síðan Þorlákur Árnason var ráðinn þjálfari liðsins í síðasta mánuði.
Hann segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að semja í Vestmannaeyjum.
„Þetta var auðveld ákvörðun. Ég geri plön en guð ákveður fyrir mig. Þetta gerðist hratt þar sem félagið sýndi mikið að það vildi mig og gerði mér frábært tilboð," segir sóknarmaðurinn.
ÍBV leikur í Bestu deildinni næsta sumar eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Lengjudeildinni síðasta sumar.
„Hvernig félagið kom til mín og sýndi mér hvað þeir ætluðu að gera vakti áhuga minn. Það er allt hér til að ég verði betri leikmaður. Þeir urðu nýverið meistarar í Lengjudeildinni og það er gaman að verða hluti af því núna."
Ekki bara fótboltafélag, heldur fjölskylda
Omar segir að það hafi verið erfitt að fara frá Leikni þar sem hann hefur átt góðan tíma.
„Já, það var erfitt því Leiknir er ekki bara fótboltafélag, heldur fjölskylda," segir Omar.
„Frá krökkunum til liðsfélaga minna, til þjálfara og starfsfólksins, og til þess mikilvægasta sem eru stuðningsmennirnir - þetta er það besta sem ég hef verið hluti af. Vonandi hugsa þeir eins vel til mín og ég hugsa til þeirra."
Mun flytja til Eyja og leggja allt sitt af mörkum
Omar mun flytja til Vestmannaeyja og hann ætlar að leggja mikið á sig til að hjálpa liðinu.
„Auðvitað mun ég flytja til Vestmannaeyja. Ég er ánægður og spenntur þar sem þetta er frábær staður fyrir mig til að einbeita mér að fótboltanum, innan sem utan vallar. Ég hef bara heyrt góða hluti um samfélagið sem verður mín nýja fjölskylda."
„Ég vil bara spila minn besta fótbolta og leggja mikið á mig fyrir félagið. Það er alltaf erfitt að koma upp sem nýliðar en liðið er með góðan grunn og öfluga þjálfarateymi."
„Við erum að vonast eftir því besta sem lið og einstaklingar. Við munum vinna að því og trúa að við verðum á góðum stað í lok næsta tímabils," segir Omar Sowe, nýr sóknarmaður ÍBV.
Athugasemdir