Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yngsti sonur Willums fór líka til Malmö á reynslu
Elmar Robertoson og Þór Willumsson Andersen.
Elmar Robertoson og Þór Willumsson Andersen.
Mynd: Aðsend
Þór Andersen Willumsson, yngsti sonur Willums Þórs Willumssonar, heilbrigðisráðherra, fór nýverið til reynslu til Svíþjóðarmeistara Malmö.

Alls hafa þrír ungir Blikar farið til Malmö undanfarin misseri. Ásamt Þór, þá hafa Elmar Robertoson og Alekss Kotlevs æft þar.

Þór og Elmar eru fæddir 2009 en Alekss er fæddur árið 2008.

Þór æfði fyrir stuttu með Hellas Verona á Ítalíu en hann þykir eiga framtíðina fyrir sér.

Þór á tvo eldri bræður sem eru báðir í A-landsliðinu; Willum Þór og Brynjólfur Willumssynir.

Faðir þeirra var á sínum tíma öflugur fótboltaþjálfari áður en hann sneri sér að þingstörfum.

Einn Íslendingur er fyrir á mála hjá Malmö í dag en það er hinn ungi og efnilegi Daníel Tristan Guðjonsen, yngsti sonur Eiðs Smára.

Aðallið Malmö varð sænskur meistari á tímabilinu sem var að klárast.
Athugasemdir
banner
banner
banner