Ian Rush, goðsögn hjá Liverpool, segir að félagið geti ekki fundið arftaka Mohamed Salah en framtíð hans hjá félaginu hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.
Það fór allt á flug í gær þegar það birtist viðtal við Salah þar sem hann sagði að félagið hafi ekki boðið honum samning en núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar.
Rush er markahæsti leikmaður í sögu Liverpool með 339 mörk í 653 leikjum en Salah er í 3. sæti með 223 mörk í 367 leikjum.
„Við Salah tölum nokkuð mikið saman. Fólk talar um hvort hann eeigi að vera áfram eða fara en ég nýt þess bara að horfa á hann, það er unun að horfa á hann. Manni finnst hann ekki hafa gert neitt í 20 mínútur en svo poppar hann upp og skorar eitt eða tvö mörk," sagði Rush.
„Þú getur ekki keypt þetta. Þetta er sérstakt og hann er sérstakur leikmaður. Allir vilja að hann verði áfram."