Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 12:11
Elvar Geir Magnússon
Elmar Atli framlengdi við Vestra
Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Súðvíkingurinn Elmar Atli Garðarson hefur framlengt samning sinn við Vestra um tvö ár.

Elmar er 27 ára og hóf að spila með meistaraflokki árið 2014. Hann hefur því leikið 261 meistaraflokksleik og skorað í þeim sex mörk fyrir Vestra.

Elmar Atli lék 22 leiki með Vestra í Bestu deildinni í sumar þar sem liðinu tókst naumlega að bjarga sér frá falli og verður því áfram í deild þeirra bestu.

Vestri hefur misst marga öfluga leikmenn frá síðasta tímabili og það verður heldur betur verk að vinna fyrir Davíð Smára Lamude og hans menn að smíða saman lið fyrir næsta sumar.

Komnir/Farnir - Vestri

Komnir:

Farnir:
Andri Rúnar Bjarnason
William Eskelinen
Ibrahima Balde
Jeppe Gertsen
Aurelien Norest
Benjamin Schubert
Inaki Rodriguez

Samningslausir:
Sergine Fall (1993)
Gunnar Jónas Hauksson (1999)
Silas Songani (1989)
Elvar Baldvinsson (1997)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner