Newcastle hefur ekki náð góðu flugi í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið tapaði gegn West Ham í gær.
Liðið vann tvo leiki í röð fyrir landsleikjahléið en tókst ekki að halda því gangandi eftir hléið.
„Þetta er gríðarlega gremjulegt. Deildin er svo jöfn að nokkrir sigrar breyta myndinni algjörlega. Við pirrum okkur í kvöld því við vissum að við fengum tækifæri á heimavelli til að ná góðum takti á tímabilinu," sagði Eddie Howe stjóri liðsins eftir leikinn.
Howe fannst liðið eiga að fá vítaspyrnu þegar Kostas Mavropanos vitist brjóta á Callum Wilson innan vítateigs.
„Ég sá þetta bara í beinni og fannst þetta vera mjög gott tilkall til vítaspyrnu. Einhver gæti sagt annað en mér fannst við gera tilkall," sagði Howe.
Athugasemdir