Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Réttarhöld hefjast yfir æskuvinum Pogba og bróður hans
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Réttarhöld munu hefjast í París í dag í máli sex manna sem eru tengdir franska fótboltamanninum Paul Pogba.

Þrír þeirra eru vinir Pogba úr barnæsku og einn er bróðir hans, Mathias.

Þeir eru sakaðir um að hafa reynt að svíkja milljónir evra út úr Pogba.

Paul Pogba segir bróður sinn vera part af glæpahring sem hafi reynt að beita sig fjárkúgunum, en Mathias hefur haldið því fram að Paul skuldi þessum glæpamönnum pening fyrir að hafa notað nafn þeirra til að verja sig á götum Parísar. Þá hefur Mathias einnig haldið því fram að Paul sé heltekinn af galdramennsku og hafi látið setja álög á ýmsar manneskjur.

Í heildina eru þessir sex aðilar sakaðir um að hafa reynt að svíkja alls 13 milljónir evra út úr Pogba.

Pogba var dæmdur í bann frá fótbolta á síðasta ári eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann má byrja að spila fótbolta aftur í mars á næsta ári en hann er þessa stundina án félags.
Athugasemdir
banner
banner
banner