Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   þri 26. nóvember 2024 10:31
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Tölfræðin sýnir góðan árangur Hareide
Icelandair
Age Hareide á sinni síðustu æfingu.
Age Hareide á sinni síðustu æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mummi Lú
Age Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Hann er með þriðja besta árangur landsliðsþjálfara Íslands á öldinni.

Þetta kemur fram í samantekt Óskars Ófeigs Jónssonar, fréttamanns Vísis. Hana má lesa í heild sinni með því að smella hérna.

Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%).

Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum.

Í gær var tilkynnt að Hareide hefði ákveðið að láta af störfum sem landsliðsþjálfari en leit er hafin að eftirmanni hans.

Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024):
1. Heimir Hallgrímsson 52,6%
2. Lars Lagerbäck 50,0%
3. Åge Hareide 45,0%
4. Atli Eðvaldsson 43,5%
5. Erik Hamrén 41,1%
6. Arnar Þór Viðarsson 40,3%
Athugasemdir
banner
banner
banner