Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   þri 26. nóvember 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Starfið var farið að bitna á heilsunni - „Áttaði mig ekki á því"
Mynd: EPA

Emma Hayes var þjálfari Chelsea í tólf ár áður en hún tók við landsliði Bandaríkjanna í sumar. Hún vann ensku deildina sjö sinnum með liðinu.


Hún er mætt aftur til Englands en bandaríska landsliðið mætir því enska á Wembley í æfingaleik á laugardaginn. Hún sagði á blaðamannafundi að heilsan hafi orðið mjög slæm og þess vegna hafi hún hætt með Chelsea.

„Ég þarf ekki að fórna hlutum sem gerðu mig heilbrigða. Mér fannst ég ekki heilbrigð undir lokin, ég fann fyrir vanlíðan undir lokin hjá Chelsea."

Það var ekki pressan, það var álagið sem var á mér. Ég er búinn að finna 'mójóið' mitt aftur og brosið og nýt þess en ég áttaði mig ekki á því að ég hafi misst það," sagði Hayes.


Athugasemdir
banner
banner