Stjarnan 3 - 4 ÍR
1-0 Halldór Orri Björnsson (Víti)
2-0 Garðar Jóhannsson
2-1 Stefán Þór Pálsson
2-2 Jón Gísli Ström
3-2 Halldór Orri Björnsson
3-3 Jóhann Björnsson
3-4 Árni Freyr Guðnason (Víti)
1-0 Halldór Orri Björnsson (Víti)
2-0 Garðar Jóhannsson
2-1 Stefán Þór Pálsson
2-2 Jón Gísli Ström
3-2 Halldór Orri Björnsson
3-3 Jóhann Björnsson
3-4 Árni Freyr Guðnason (Víti)
ÍR sigraði Stjörnuna 4-3 í Kórnum í dag í eina leik dagsins í Lengjubikar karla. KSÍ er með dómararáðstefnu um helgina og því dæmdi spænskur dómari leikinn í dag.
Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur en Stjörnumenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik þegar Halldór Orri Björnsson og Garðar Jóhannsson skoruðu.
Mark var dæmt af ÍR-ingum þegar Elías Ingi Árnason skoraði áður en hinn 15 ára gamli Stefán Þór Pálsson minnkaði muninn. Jón Gísli Ström náði síðan að jafna fyrir leikhlé og staðan var 2-2 þegar að leikmenn gengu til búningsherbergja.
Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni aftur yfir eftir um það bil klukkutíma þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teig.
Jóhann Björnsson náði hins vegar að jafna fyrir ÍR þegar fimm mínútur voru eftir og í viðbótartíma kom sigurmarkið.
Árni Freyr Guðnason tryggði þá ÍR sigur með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á Sindra Snæ Magnússyni.
ÍR er eftir þessi úrslit með sex stig eftir tvo leiki í Lengjubikarnum en Stjarnan er með þrjú stig.