City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   fös 11. mars 2011 21:08
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Matthías sneri aftur með stæl í sigri FH
Fylkir 0-2 FH:
0-1 Matthías Vilhjálmsson (1)
0-2 Matthías vilhjálmsson (78, víti)
Rautt spjald: Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis (64)

FH er komið á topp 3. Riðils Lengjubikars karla að nýju eftir að hafa unnið fylki með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði mörk FH í leiknum.

Matthías var að snúa aftur í lið FH eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni hjá Colchester á Englandi að eigin ósk. Hann var fljótur að láta til sín taka því það voru aðeins 40 sekúndur liðnar af leiknum þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar, og það þrátt fyrir að Fylkir hafi byrjað með boltann.

Varamaðurinn Jóhann Þórhallsson í liði Fylkis fékk dauðafæri til að jafna metin eftir klukkutíma leik. Annar varamaður, Jóhann Andri Kristjánsson var þá að hreinsa út úr vítateignum eftir hornspyrnu Fylkismanna, þrumaði yfir allan völlinn á Jóhann sem var kominn einn gegn Gunnleifi Gunnleifssyni markverði FH sem varði frá honum.

Jóhann Andri braut á Ólafi Pál Snorrasyni þremur mínútum síðar úti á miðjum velli og fékk áminningu fyrir. Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var mjög ósáttur við að ekki væri samræmi í dómgæslu í þetta skiptið og skammaði Kristinn Jakobsson sem áminnti hann. Ólafur hætti þó ekki og var vísað upp í stúku. Hann kvaddi Kristinn þó með handabandi áður en hann fór í stúkuna.

Tveimur mínútum eftir þetta munaði engu að Andri Þór Jónsson jafnaði metin með skalla af stuttu færi en Gunnleifur Gunnleifsson markvörður FH varði frábærlega og boltinn fór í horn. Hinum megin á vellinum komst Matthías Vilhálmsson í gott skotfæri en beint á Bjarna Þórð Halldórsson markvörð Fylkis.

Matthías sendi svo góðan bolta inn á Björn Daníel Sverrisson á 77. mínútu, Björn ætlaði að leika á Bjarna Þórð sem braut á honum og dæmd vítaspyrna. Matthías fór á punktinn og skoraði.

Lokastaðan 2-0 fyrir FH sem er þar með komið á topp riðilsins með fullt hús stiga, 12 stig úr fjórum leikjum. Fylkir var að spila sinn þriðja leik og eftir að hafa unnið fyrstu eru þeir með 6 stig í þriðja sætinu.

Gul spjöld: Jóhann Andri Kristjánsson, Fylkir (63), Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis (63), Bjarni Þórður Halldórsson, Fylkir (78)

Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson, Andri Þór Jónsson, Valur Fannar Gíslason (Andri Már Hermannsson 46), Daníel Freyr Guðmundsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Trausti Björn Ríkharðsson 75), Gylfi Einarsson (Kristján Valdimarsson 20), Davíð Þór Ásbjörnsson (Ásgeir Örn Arnþórsson 90), Rúrik Andri Þorfinnsson, Albert Brynjar Ingason (Jóhann Þórhallsson 56), Tómas Joð Þorsteinsson (Jóhann Andri Kristjánsson 59).

FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Guðmundur Sævarsson (Brynjar Ásgeir Guðmundsson 83), Pétur Viðarsson, Freyr Bjarnason, Viktor Örn Guðmundsson, Ingimar Elí Hlynsson (Björn Daníel Sverrisson 56), Hólmar Örn Rúnarsson, Matthías Vilhjálmsson (Hákon Atli Hallfreðsson 80), Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Gunnar Kristjánsson (Emil Pálsson 75).
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner