Víkingur Ólafsvík er í 2. sæti Inkasso-deildarinnar með sjö stig að loknum þremur umferðum.
Ejub Puriseivc virðist vera að smíða enn eitt liðið sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni og lið sem getur hæglega farið upp í Pepsi Max-deildina.
Úlfur Blandon og Baldvin Már Borgarson voru gestir Arnars Daða í Inkasso-horninu í gær og þar var talað um Ejub og glænýtt lið Víkings Ólafsvíkur sem er í smíðum.
Ejub Puriseivc virðist vera að smíða enn eitt liðið sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni og lið sem getur hæglega farið upp í Pepsi Max-deildina.
Úlfur Blandon og Baldvin Már Borgarson voru gestir Arnars Daða í Inkasso-horninu í gær og þar var talað um Ejub og glænýtt lið Víkings Ólafsvíkur sem er í smíðum.
„Það er í raun ótrúlegt hvernig hann fer að þessu. Hann fær yfirleitt til sín einhverja tíu nýju leikmenn fyrir hvert tímabil en nær alltaf að búa til öflugt lið. Hann er greinilega með gríðarlega stórt tengslanet til að fá leikmenn. Hann virðist alltaf ná í nægilega sterka leikmenn til að vera í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni," sagði Úlfur Blandon þjálfar Þróttar úr Vogum og hélt áfram.
„Hann hefur kannski ekki náð í nægilega sterka leikmenn til að halda sér í efstu deild. Mér finnst í rauninni ótrúlegt hvernig hann nær þessu ár eftir ár."
Gríðarlega miklar breytingar eru á liðinu Ólafsvíkur milli ár og það er engin breyting á því fyrir þetta tímabil.
„Það virðist vera þannig hjá þeim að ef honum langar í jafntefli þá nær hann jafntefli og hann er ekkert mikið í því að tapa. Síðan reynir hann að sækja og spilar sinn fótbolta. Það er gaman að sjá þá spila, þeir eru taktískir og gríðarlega agaðir. Það virðast allir smellpessa í þetta leikplan hjá honum."
„Mér finnst aðdáunarvert hvernig hann nær að láta þetta ganga upp ár eftir ár. Hann spilar varnarbolta og fær á sig fá mörk og það er formúla sem gengur yfirleitt upp," sagði Úlfur.
Hægt er að hlusta á Inkasso-hornið í heild sinni hér.
Athugasemdir