Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. september 2021 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Alex: Ég var alltaf tilbúinn og fannst ég koma vel frá þessum leik
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina á milli stanganna í 2-0 tapinu gegn Rúmeníu í kvöld en það kom honum örlítið á óvart að hafa fengið kallið fram yfir Hannes Þór Halldórsson.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Rúmenía

Hannes Þór hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðasta áratuginn eða svo en hann þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í dag.

Rúnar Alex, sem spilaði lítið með Arsenal á síðustu leiktíð og hefur ekki spilað leik á þessu tímabili, var valinn í markið í kvöld en hann segir að hafa verið óvænt.

„Ég hef alltaf sagt að ég sé tilbúinn að spila þegar ég fæ kallið en útfrá minni stöðu undanfarna mánuði og ekki búinn að spila mikið á meðan Hannes er að standa sig vel með Val og búinn að standa sig frábærlega með landsliðinu síðustu tíu eða ellefu árin þá kom það mér á óvart. Ég var alltaf tilbúinn að fannst ég koma vel frá þessu," sagði Rúnar við RÚV.

Hann segir mörkin hafa verið frekar ljót og það hafi verið smá heppnisstimpill yfir fyrra markinu.

„Fyrra markið var ljótt og leiðinlegt mark. Strax í byrjun seinni hálfleiks og við ekki komnir í takt við leikinn eða ég veit ekki hvað það er. Það er klafs og einvígi sem við töpum sem á ekki að gerast á okkar heimavelli sem endar með skoti sem breytir um stefnu og verður að frábærri fyrirgjöf og frír maður á fjærstöng sem fær gefins mark."

„Svona er fótbolti. Það kom mark upp úr engu og við reynum að bregðast við því. Reynum að pressa og þorum að stíga hátt og spila tvo á tvo. Þegar við eigum hornspyrnu þá töpuðum við einvíginu aftur þar og þeir spila frábærlega út úr þessu. Þetta er frábær skyndisókn sem endar með einn á einn á móti markverði sem er alltaf erfitt."

„Þetta er svekkjandi því við sköpum okkur nóg af færum til að komast í gott færi en það vantaði herslumuninn."

„Við erum duglegir við að þora að spila. Við sköpum okkur helling af hálffærum. Við erum að komast fyrir aftan þá og komast í fyrirgjafastöður en vantaði bara eitt til tvö prósent upp á þetta," sagði Rúnar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner