Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex stóð sig vel - „Hannes var hundfúll"
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson fékk óvænt tækifæri í marki Íslands í dag þegar liðið tapaði 2-0 gegn Rúmeníu.

Rúnar sýndi flotta frammistöðu. Hann fékk hæstu einkunn hjá íslenska liðinu í einkunnagjöf Fótbolta.net, ásamt Birki Bjarnasyni og tveimur öðrum. „Rúnar getur gengið sáttur frá þessum leik, með sína frammistöðu. Gat ekkert gert í mörkunum. Rólegur á boltanum og með fínar spyrnur," sagði í einkunnagjöfinni.

Það kom á óvart að sjá ekki Hannes Þór Halldórsson í markinu. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á blaðamannafundi hver pælingin hefði verið á bak við það að byrja með Rúnar.

„Ég var mjög ánægður með Rúnar Alex. Við vildum pressa hátt og fara hátt. Við vissum að þeir myndu líka vilja gera það. Þá ertu að leita að ákveðnum eiginleikum," sagði Arnar.

„Við sáum það 4-5 sinnum að Rúnar Alex er að taka boltann boltann á sínum eigin vítateig, hann er að verja vörnina sem stendur hátt. Þetta var mjög erfið ákvörðun með Rúnar og Hannes. Ég ákvað að nota Rúnar núna út af þeim eiginleikum sem hann hefur; Hannes er betri í ákveðnum hlutum og Rúnar betri í ákveðnum hlutum. Við eigum marga góða markverði."

„Hannes var hundfúll, það er ekkert leyndarmál. Það er mjög jákvætt. Við ræddum það. Þetta var fyrir þennan leik. Svo gæti vel verið að við tökum aðrar ákvarðanir fyrir sunnudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner