Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Mögulegt byrjunarlið Íslands - Er Arnór Ingvi klár og hvernig verður vörnin?
Icelandair
Arnór Ingvi var ekki í leikmannahópi Norrköping í gær.
Arnór Ingvi var ekki í leikmannahópi Norrköping í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig verður liðið hjá Hareide og Davíð Snorra?
Hvernig verður liðið hjá Hareide og Davíð Snorra?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas eða Orri?
Andri Lucas eða Orri?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær Alfons kallið?
Fær Alfons kallið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor í miðverði eða bakverði?
Guðlaugur Victor í miðverði eða bakverði?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir á föstudag liði Svartfjallalands í fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni. Liðin eru með Wales og Tyrklandi í riðli og er annar leikur riðilsins útileikur í Tyrklandi sem fram fer næsta mánudag.

Markmiðið í Þjóðadeildinni er að enda nægilega ofarlega til að tryggja varaleið í umspil fyrir HM. 2. sæti riðilsins myndi að öllum líkindum tryggja það og möguleiki að 3. sætið geri það einnig, en það kemur ekki í ljós fyrr en eftir undankeppni HM sem fram fram fer á næsta ári.

Fótbolti.net setti saman mögulegt byrjunarlið Íslands í leiknum á föstudag. Það eru nokkur spurningamerki fyrir leikinn og þau stærstu eru í öftustu línu.

Sverrir Ingi Ingason, besti varnarmaður Íslands, glímir við meiðsli og verður ekki með. Með honum fer mikil reynsla úr liðinu, úr hjarta varnarinnar. Guðlaugur Victor Pálsson býr yfir mikilli reynslu og var kominn aftur í hópinn hjá Plymouth um helgina eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann verður að öllum líkindum í liðinu, en spurning hvort hann verði í hjarta varnarinnar eða í hægri bakverðinum. Við stillum honum upp í miðverði.

Daníel Leó átti mjög góðan leik á Wembley og fær líklega traustið áfram í hjarta varnarinnar og Kolbeinn Birgir Finnsson hefur heilt yfir verið fínn í vinstri bakverðinum.

Það eru nokkrir kostir í hægri bakvörðinn en Alfons Sampsted er augljósi kosturinn þar sem hann er náttúrulegur hægri bakvörður. Guðlaugur Victor hefur oft leyst þessa stöðu og Hjörtur Hermannsson hefur sömuleiðis gert það. Valgeir Lunddal Friðriksson er hægri bakvörður en spurning er hvort hann sé nægilega heill til þess að byrja leik. Valgeir hefur glímt við meiðsli að undanförnu.

Hákon Rafn Valdimarsson er í dag aðalmarkvörður landsliðsins og hefur ekki gert neitt til að verðskulda að missa sæti sitt.

Á miðsvæðinu er stærsta spurningamerkið með Arnór Ingva Traustason sem var ekki í leikmannahópi Norrköping í gær. Hann meiddist í leiknum á undan og var hvíldur í gær. Er hann tilbúinn að byrja á föstudag? Væri hann valinn í hópinn ef hann er ekki klár? Hann hefur spilað virkilega vel undir stjórn Age Hareide og við setjum hann í byrjunarliðið við hlið fyrirliðans Jóhanns Bergs Guðmundssonar.

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson voru á köntunum í júní og fá líklega kallið áfram. Arnór Sigurðsson og Willum Þór Willumsson gera líka tilkall.

Þar sem einungis tveir framherjar voru valdir í hópinn þá er ólíklegt að þeir byrji báðir. Í undanförnum leikjum hefur virkað vel að vera með Andra Lucas Guðjohnsen í liðinu og af hverju að breyta því sem virkar? Auðvitað gerir Orri Steinn Óskarsson sterkt tilkall, funheitur og sjálfstraustið í botni eftir félagaskiptin í síðustu viku, en takturinn með Andra Lucas í liðinu var betri. Hákon Arnar Haraldsson verður svo að vinna í kringum fremsta mann.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Hópurinn
Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford - 11 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson - K.V. Kortrijk - 4 leikir

Varnarmenn:
Alfons Sampsted - Birmingham City - 21 leikur
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 10 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 44 leikir, 1 mark
Kolbeinn Birgir Finnsson - Utrecht - 12 leikir
Hjörtur Hermannsson - Carrarese - 27 leikir, 1 mark
Daníel Leó Grétarsson - SønderjyskE - 18 leikir
Logi Tómasson - Strømsgodset - 3 leikir

Miðjumenn:
Jóhann Berg Guðmundsson - Al-Orobah - 93 leikir, 8 mörk
Arnór Sigurðsson - Blackburn Rovers - 33 leikir, 2 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - Valur - 80 leikir, 27 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 58 leikir, 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 37 leikir, 5 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk
Willum Þór Willumsson - Birmingham City - 9 leikir
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End - 20 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 28 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 27 leikir, 3 mörk
Júlíus Magnússon - Fredrikstad - 5 leikir

Sóknarmenn:
Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn - 8 leikir, 2 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 24 leikir, 6 mörk

föstudagur 6. september
Landslið karla - Þjóðadeild
18:45 Wales-Tyrkland (Cardiff City Stadium)
18:45 Ísland-Svartfjallaland (Laugardalsvöllur)

mánudagur 9. september
Landslið karla - Þjóðadeild
18:45 Tyrkland-Ísland (Gürsel Aksel Stadium)
18:45 Svartfjallaland-Wales (Gradski Stadion Podgorica)
Athugasemdir
banner
banner