Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Segist ekki vera Harry Potter - „Mun taka vikur, jafnvel mánuði“
Þetta er ekki Harry Potter
Þetta er ekki Harry Potter
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Erik ten Hag er greinilega mikill aðdáandi Harry Potter en hann nefndi hann á nafn í þriðja sinn á einu og hálfu ári í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Manchester United í gær.

Harry Potter er karakter úr bókum eftir enska rithöfundinn J.K. Rowling og hafa verið gerðar átta bíómyndir eftir bókunum.

Ten Hag nefndi Harry á nafn í þriðja sinn á einu og hálfu ári er hann var spurður út í komu úrúgvæska miðjumannsins Manuel Ugarte.

Hollendingurinn nefndi hann fyrst í janúar á síðasta ári er hann var spurður út í frábært leikform Marcus Rashford og nefndi þá aftur galdramanninn þegar hann var spurður í Rashford öðru sinni tveimur mánuðum síðar.

Eins og áður kom fram var Ugarte fenginn frá Paris Saint-Germain fyrir gluggalok en Ten Hag býst við því að það muni taka vikur og jafnvel mánuði að koma honum fyrir í liðinu.

„Það er ekki eins og ég sé Harry Potter, þið verðið að skilja það. Manuel Ugarte hefur ekki spilað á þessu tímabili og þarf að byggja upp form. Það mun taka vikur, jafnvel mánuði,“ sagði Ten Hag við Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News.

Þá er það alla vega komið á hreint. Erik ten Hag er ekki Harry Potter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner