Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það segir þér á hvernig stað hann er núna"
Rashford í leiknum í gær.
Rashford í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Rashford skortir sjálfstraust.
Rashford skortir sjálfstraust.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Manchester United eru að missa alla þolinmæði gagnvart Marcus Rashford.

Rashford hefur lítið gert inn á vellinum síðasta árið en stuðningsmenn United bauluðu í gær þegar Alejandro Garnacho var tekinn af velli og Rashford fékk að hanga inn á í 0-3 tapinu gegn Liverpool.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, segir það augljóst að Rashford skorti sjálfstraust.

„Hann gat farið einn á einn gegn Konate. Kannski ertu ekki að eiga góðan dag en þú verður samt að gera það. En hann fór bara til baka. Það segir þér á hvernig stað hann er núna," sagði Neville.

„Ég vil hugsa að hann geti komist aftur í sitt besta form en þetta hefur verið slæmt í 14 mánuði núna. Hann skoraði 30 mörk á þar síðasta tímabili."

„Það er eins og hann hafi ekki gaman að því að spila fótbolta og það er sorglegt. Það er erfitt fyrir stuðningsmenn Manchester United að horfa á hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner