Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
banner
   fös 04. apríl 2025 23:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan hafnaði rúmlega tveggja milljóna tilboði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur lagði samkvæmt heimildum Fótbolta.net fram 2,5 milljóna tilboð í Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur en Stjarnan hafnaði því tilboði.

Það er mjög há upphæð í kvennaboltanum og ljóst að Úlfa hefði orðið ein sú dýrasta, ef ekki hreinlea sú dýrasta, sem hefði farið milli íslenskra félaga. Þetta var ekki fyrsta tilboðið sem Valur lagði fram í Úlfu Dís.

Valur er í leit að leikmanni til að fylla í skarð Ísabellu Söru Tryggvadóttur sem seld var frá bikarmeisturunum til sænsku meistaranna í Rosengård í síðasta mánuði.

Úlfa Dís skoraði sjö mörk í átján leikjum fyrir Stjörnuna í Bestu deild kvenna í fyrra. Hún er fædd 2001 og á fjóra unglingalandsleiki.

Athugasemdir
banner