Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   þri 04. júní 2024 23:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvöllur
Emilía gleymir ekki kvöldinu - „Draumur hjá flestum fótboltastelpum"
Icelandair
Emilía eftir leikinn.
Emilía eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Að koma inn á.
Að koma inn á.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er bara æðisleg. Hún gæti ekki verið betri," sagði Emilía Kiær Ásgeirsdóttir við Fótbolta.net eftir sinn fyrsta landsleik með Íslandi í kvöld.

Hún kom inn á sem varamaður í lokin og hjálpaði Íslandi að landa sigrinum. Fjölskylda hennar var í stúkunni og upplifði stóru stundina með henni

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir mig og sérstök tilfinning að heyra í öllu fólkinu fyrir aftan mig. Þetta er alveg 100 prósent draumur að rætast. Ég held að það sé draumur hjá flestum fótboltastelpum að spila á Laugardalsvelli fyrir A-landslið kvenna," sagði Emilía.

„Fjölskyldan mín var hérna. Hlið pabba míns býr hérna og það er létt fyrir þau að koma á leikinn. Það var geggjað að hafa stuðninginn þeirra og vita af þeim í stúkunni. Ég er mjög þakklát að þau hafi komið. Ég er ekki að fara að gleyma þessu."

Ísland vann sigur á Austurríki í kvöld í rosalega mikilvægum leik, 2-1. Liðið er núna í góðri stöðu að komast á EM á næsta ári

„Þetta var markmiðið. Það er æðislegt að fá fyrsta landsleikinn og fyrsta sigurinn á sama tíma. Þetta gat ekki verið betra. Þetta er mjög mikilvægt. Við töluðum mikið um að fá sigurinn á móti þeim," sagði Emilía.

„Ef ég er að hugsa svo langt, þá væri það stór draumur að fara á EM með íslenska landsliðinu. Það væri bara klikkað."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner