Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olla fer á kostum í skemmtilegu myndbandi - „Vitna í Borat daglega"
Icelandair
Olla, hér lengst til hægri, er greinilega mikill Borat aðdáandi.
Olla, hér lengst til hægri, er greinilega mikill Borat aðdáandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland spilar við Austurríki í mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Bæði Ísland og Austurríki eru með fjögur stig fyrir leikinn í baráttunni um annað sætið í riðlinum. Þýskaland er fimm stigum á undan og svo er Pólland án stiga. Það gefur því augaleið að leikurinn í kvöld er lykilleikur fyrir Ísland.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

KSÍ birti í dag skemmtilegt myndband fyrir leikinn þar sem má að það er svo sannarlega létt yfir hópnum.

Í myndbandinu eru stelpurnar í landsliðinu spurðar að því hvaða 'meme' þær vitna í á hverjum einasta degi. Fyrir þá sem ekki vita er 'meme' einkum brandarar, myndir eða myndbönd sem fljúga um netheima og er deilt áfram.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Íslands, slær í gegn í þessu myndbandi en hún er greinilega mikill aðdáandi kvikmyndana um Borat frá Kasakstan og er mikið að vitna í þær myndir.

Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega myndband en leikur Íslands og Austurríkis hefst klukkan 19:30. Hann fer fram á Laugardalsvelli; allir á völlinn!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner