Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 04. ágúst 2017 19:58
Bergur Tareq Tamimi
Sigrún Ella til ítölsku meistaranna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur samið við Fiorentina á Ítalíu um að leika með liðinu í vetur. Sigrún Ella stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og er þegar komin til Flórens, heimaborgar félagsins.

Fiorentina er Ítalskur meistari og bikarmeistari og hefur leik í 32-liða úrslítum Meistaradeildar Evrópu í október.

Sigrún Ella gekk til liðs við Stjörnuna í febrúar 2014, hefur leikið 52 leiki með félaginu og skorað í þeim níu mörk. Á tíma sínum hjá Stjörnunni hefur hún unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla. Sigrún Ella hefur leikið tvo A-landsleiki, auk leikja bæði fyrir U-19 og U-17 landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner