Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mið 05. júní 2024 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Báðir miðverðir KR og báðir bakverðir FH í bann
Ekkert komið um mál Danijels Dejan Djuric
Finnur Tómas fékk rautt gegn Val.
Finnur Tómas fékk rautt gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Böddi í banni.
Böddi í banni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikmenn í Bestu deildinni verða í leikbanni í komandi umferð og einn þjálfari í Lengjudeildinni.

Finnur Tómas Pálmason fékk rautt spjald gegn Val og fór því sjálfkrafa í eins leiks bann. Axel Óskar Andrésson, sem hefur leikið við hlið Finns í hjarta KR varnarinnar, er þá kominn með fjögur gul spjöld í mótinu og fær eins leiks bann.

Þeir Finnur og Axel verða í banni þegar KR heimsækir ÍA 18. júní.

Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, fékk rautt spjald gegn Fram og fer sjálfkrafa í eins leiks bann. Hægri bakvörðurinn Ástbjörn Þórðarson er kominn með fjögur gul spjöld í sumar og er kominn í leikbann.

Þeir Böðvar og Ástbjörn missa af leiknum gegn Stjörnunni þann 18. júní.

Þá verður Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, í banni þegar KA mætir Breiðabliki 19. júní. Daníel hefur fengið fjögur gul spjöld í deildinni.

Chris Brazell, þjálfari Gróttu, verður þá ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti Þrótti á föstudaginn í Lengjudeildinni.

Engin tíðindi hafa borist af því hvort að Danijel Dejan Djuric verði refsað fyrir atvik sem átti sér stað á Kópavogsvelli eftir leik Breiðabliks og Víkings.

Víkingurinn er sakaður um að hafa kastað brúsa í andlit trommara stuðningsmannasveitar Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner