Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég vil helst tjá mig sem minnst um það"
Icelandair
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir sneri aftur í leikmannahóp Íslands í gær þegar liðið vann afar mikilvægan sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025.

Selma hefur verið mikilvægur hluti af hópnum síðustu árin en var samt sem áður utan hóps í fyrri leiknum gegn Austurríki síðasta föstudagskvöld

Hún var utan hóps vegna mistaka hjá starfsmanni KSÍ en það gleymdist að skrá hana og Kristínu Dís Árnadóttur í hópinn. Þær þurftu að horfa á leikinn úr stúkunni og voru ekki hluti af liðinu þrátt fyrir að hafa tekið þátt í öllum undirbúningi.

Selma var spurð út í málið eftir leikinn í gær og hver hennar skoðun væri á því.

„Ég vil helst tjá mig sem minnst um það," sagði Selma sem byrjaði og spilaði stærstan hluta leiksins í gær.

Hún bætti þá við: „Það var gott að fá mínútur og ég er sátt með það sem ég lagði fram í dag. Ég skilaði mínu hlutverki vel."

Eftir þennan góða sigur á Austurríki í gær er liðið í mjög góðri stöðu upp á það að komast beint á EM á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner