Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 11:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martial og Williams yfirgefa Man Utd (Staðfest) - Evans og Forson áfram?
Martial kom við sögu í 19 leikjum á tímabilinu og skoraði tvö mörk.
Martial kom við sögu í 19 leikjum á tímabilinu og skoraði tvö mörk.
Mynd: EPA
Verður Evans áfram?
Verður Evans áfram?
Mynd: Getty Images
Þeir Anthony Martial og Brandon Williams verða ekki lengur leikmenn Manchester United þegar nýr mánuður hefst. Þetta staðfesti enska félagið í dag. Auk þess verður Raphael Varane ekki áfram hjá félaginu, en frá því hafði verið greint opinberlega í síðasta mánuði.

Martial hafði sjálfur greint frá því að hann yrði ekki áfram hjá félaginu en það hafði sjálft ekki staðfest tíðindin fyrr en nú.

Martial er framherji sem var keyptur til United frá Mónakó árið 2015. Hann skoraði 90 mörk í 317 keppnisleikjum fyrir félagið. Hann er 28 ára og er komið að næsta kafla á ferlinum hjá kappanum. Martial hefur verið orðaður við Marseille, uppeldisfélagið Lyon og Besiktas.

Varane er 31 árs miðvörður sem hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu, Lens og mexíkósku deildina að undanförnu. Hann var í þrjú tímabil hjá United og lauk ferli hans þar með bikarmeistaratitli.

Williams er 23 ára bakvörður sem uppalinn er hjá United. Hann lék alls 51 keppnisleik fyrir félagið og skoraði eitt mark. Hann spilaði hins vegar ekkert með United eftir tímabilið 2020-21. Á liðnu tímabili var hann á láni hjá Ipswich og lék 15 leiki fyrir félagið sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni.

Manchester United gaf það hins vegar út að félagið hefði boðið Omari Forson og Jonny Evans nýja samninga. Forson er 19 ára vængmaður sem kom við sögu í sjö leikjum í vetur. Evans er 36 ára miðvörður sem kom við sögu í 30 leikjum í vetur.

Þá er Shola Shoretire, sem hefur leikið fimm leiki fyrir aðallið United á sínum ferli, að renna út á samningi og er félagið í viðræðum við hann um nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner