Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 07. febrúar 2019 20:49
Arnar Helgi Magnússon
Fótbolta.net mótið: Grótta sigurvegari B-deildar
Sigurvin Reynisson hampar bikarnum í leikslok.
Sigurvin Reynisson hampar bikarnum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Lið Gróttu sem vann B-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld.
Lið Gróttu sem vann B-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Grótta 2 - 0 Njarðvík
1-0 Pétur Theódór Árnason (40' )
2-0 Pétur Theódór Árnason (71' víti)

Grótta er sigurvergari B-deildar Fótbolta.net mótsins eftir 2-0 sigur á Njarðvík í kvöld. Leikið var á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Pétur Theódór Árnason kom Gróttu yfir á 40. mínútu eftir frábæra sókn sem að hófst hjá markverði Gróttu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og því voru það Gróttumenn sem að leiddu í hálfleik.

Grótta fékk vítaspyrnu á 71. mínútu þegar brotið var á Kristófer Orra innan vítateigs við litla hrifningu Njarðvíkinga sem að mótmæltu dómnum harðlega.

Pétur Theódór fór á punktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði Gróttu sigurinn, 2-0.

Fótbolta.net mótið heldur áfram að rúlla um helgina en spilað verður í C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner