Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fös 07. febrúar 2020 13:00
Fótbolti.net
40 íslensk lið á leið út í æfingaferð - Fækkun frá því í fyrra
KR og Valur fara bæði til Florida í æfingaferð.
KR og Valur fara bæði til Florida í æfingaferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Selfoss fara bæði til Spánar.
Valur og Selfoss fara bæði til Spánar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fer til Svíþjóðar í næstu viku.
Breiðablik fer til Svíþjóðar í næstu viku.
Mynd: Eyþór Árnason
Hamar er annað tveggja liða úr 4. deild karla sem er á leið út.
Hamar er annað tveggja liða úr 4. deild karla sem er á leið út.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
40 íslensk meistaraflokkslið eru á leið erlendis í æfingaferð fyrir tímabilið samkvæmt könnun Fótbolta.net. Um er að ræða svipaðan fjölda og árið 2018 en fækkun liða síðan í fyrra þegar 45 lið lögðu land undir fót.

Fjöldi liða í æfingaferðum erlendis undanfarin ár:
2009: 2
2010: 20
2011: 27
2012: 16
2013: 26
2014: 28
2015: 25
2016: 32
2017: 32
2018: 38
2019: 45
2020: 40

Spánn er líkt og áður langvinsælasti áfangastaður en 33 af 40 liðum eru á leið þangað eða 82% liða. Öll liðin í Pepsi Max-deild karla fara út en FH, KA, KR og Valur fara til Bandaríkjanna og Breiðablik fer til Svíþjóðar. Blikar fara út til Svíþjóðar í næstu viku og stutt er í að FH og KR fari til Bandaríkjanna. Önnur lið fylgja síðan í kjölfarið í mars og apríl.

Í Pepsi-deild kvenna eru fjögur lið á leið út. Í 1. deild karla fara ellefu af tólf liðum út en Leiknir Fáskrúðsfirði fer ekki í æfingaferð í ár.

Í neðri deildunum eru nokkur lið á leiðinni út. Öll fara þau til Spánar nema kvennalið Tindastóls sem fer til Portúgal og kvennalið Gróttu sem fer til Hollands.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau lið sem eru á leið út í æfingaferð. Ábendingar varðandi listann mega berast á [email protected].

Pepsi-deild karla
Breiðablik (Stokkhólmur, Svíþjóð)
FH (Florida, Bandaríkin)
Fjölnir (Montecastillo, Spánn)
Fylkir (Salou, Spánn)
Grótta (Montecastillo, Spánn)
HK (Campoamor, Spánn)
ÍA (Salou, Spánn)
KA (Florida, Bandaríkin)
KR (Florida, Bandaríkin)
Stjarnan (Campoamor, Spánn)
Valur (Florida, Bandaríkin)
Víkingur R. (Oliva Nova, Spánn)

Pepsi-deild kvenna
FH (Pinatar, Spánn)
KR (Pinatar, Spánn)
Selfoss (Pinatar, Spánn)
Valur (Oliva Nova, Spánn)

1. deild karla
Afturelding (Campoamor, Spánn)
Grindavík (Campoamor, Spánn)
Fram (La Manga, Spánn)
ÍBV (Campoamor, Spánn)
Keflavík (La Manga, Spánn)
Leiknir R. (Campoamor, Spánn)
Magni (Oliva Nova, Spánn)
Vestri (Montecastillo, Spánn)
Víkingur Ó. (Pinatar, Spánn)
Þór (Campoamor, Spánn)
Þróttur R. (Campoamor, Spánn)

1. deild kvenna
Fjölnir (Oliva Nova, Spánn)
Grótta (Doorwerth, Holland)
Tindastóll (Colina verde, Portúgal)

2. deild karla
Haukar (Oliva Nova, Spánn)
Kórdrengir (Salou, Spánn)
Njarðvík (Campoamor, Spánn)
Selfoss (Torremirona, Spánn)

2. deild kvenna
HK (Salou, Spánn)

3. deild karla:
Augnablik (Albir, Spánn)
Sindri (Pinatar, Spánn)
Ægir (Salou, Spánn)

4. deild karla
Árborg (Salou, Spánn)
Hamar (Salou, Spánn)
Athugasemdir
banner
banner
banner