Hinn 20 ára gamli Anton Logi Lúðvíksson hefur átt flott og mjög vaxandi tímabil með Breiðabliki í sumar.
Anton hefur byrjað 15 leiki fyrir Breiðablik í sumar þar sem hefur verið að leysa hinar ýmsu stöður en Anton sem er upprunarlega miðjumaður hefur verið að spila stöðu hægri bakvarðar upp á síðkastið og hefur einnig leyst stöðu miðvarðar í nokkrum leikjum.
X síðan (Twitter) Football Talent Scout gerir á hverjum degi ´Talent of the day´ og var fjallað um Anton í dag þar sem farið yfir eiginleika Antons inn á fótboltavellinum. Þess má geta að þessi X reikningur er með rétt yfir 270.000 fylgjendur.
Eiginleikar Antons að mati Football Talent Scout eru sendingar, gott auga fyrir spili, tækni, tæklingar og yfirvegun. Þeir sem hafa séð Anton spila í sumar geta líklega tekið undir þetta.
Einkunn er gefin fyrir hvern leikmann yfir hversu efnilegur hann er frá 1-10 og fékk Anton einkuninna 7/10 og var honum líkt við hollenska landsliðsmanninn Teun Koopmeiners en hann er alinn upp í AZ Alkmaar og leikur í dag fyrir Atalanta á Ítalíu í dag.
TALENT OF THE DAY
— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) October 6, 2023
Anton Logi Lúðvíksson
Age: 20
Country: ????????
Club: Breiðablik
Position: DM/CM
Player role: holding midfielder/midfield controller
Strengths: passing, vision, technique, tackling, composure
Foot: left
Similar type of player: Teun Koopmeiners
Potential: 7/10 pic.twitter.com/Z0d0s2TIbD
Athugasemdir