Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
   lau 07. október 2023 19:53
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Páll: Við trúðum á þennan hóp og þetta lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Bara geggjaður leikur og frábær frammistaða í þessum lokaleik, mikið undir og við sýnum þennan mikla karakter og liðsheild í þessari frammistöðu er bara frábært, við getum ekki verið mikið ánægðari" Sagði Rúnar Páll Sigmundsson eftir ótrúlegan 5-1 sigur Fylkis á Fram í dag en Fylkismenn tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu með þessum þremur stigum í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  1 Fram

Sagði Rúnar eitthvað sérstakt við leikmenn sína fyrir leik til að fá þá í þennan gír sem þeir voru í ?

"Nei við bara æfðum vel í vikunni og vorum lítið að pæla í þessum leik og stressa okkur og búa til óþarfa stress faktora. Við ræddum bara saman í gær og fórum yfir þessa liðsheild okkar og bara hvað þyrfti til að fá sigur en það voru allir sem spiluðu sinn besta leik í sumar og það var nákvæmlega það sem þurfti að gerast hérna í dag"

Fylkismenn voru með 7 uppalda leikmenn í byrjunarliðinu og fleiri á bekknum, Óskar Borgþórsson sem var seldur til Sogndal uppalinn líka og Ómar Björn uppalinn en hann meiddist undir lokinn, það hlýtur að gefa stuðningsmönnum Fylkis gríðarlega mikið að sjá sína heimastráka halda liðinu uppi frekar en utanaðkomandi menn?

"Já klárlega, Arnór Gauti og Þórður koma líka þegar þeir eru 18 ára og samkvæmt einhverjum reglum eru þeir þá uppaldir líka og eins og þú segir þá eru þeir margir og fleiri á bekknum og annað slíkt og svona hefur þetta verið í allt sumar"

"Við fengum ekki margar styrkingar fyrir tímabilið og trúðum á þennan hóp og trúðum á þetta lið og við erum bara í framþróun og gerir ótrúlega mikið fyrir okkur að halda okkur uppi í þessari deild og núna eru margir hverjir búnir að fá reynslu að spila í þessari deild og verða ennþá sterkari fyrir vikið á næsta ári og með réttu utanáhaldi og réttir leikmenn að koma inn í þetta lið okkar þá held ég að við verðum ansi ferskir á næsta ári"

Kvennalið Fylkis tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna á næsta ári eftir flott tímabil í Lengjudeildinni, karlalið Fylkis tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta ári, það verður enginn í fýlu á lokahófinu í kvöld?

"Nei nei þetta var bara frábært ár hjá Fylki frábært hjá stelpunum að komast upp um deild og við stöndum okkur ágætlega í deildinni þrátt fyrir gagnrýnisraddir, menn töluðu um það snemma móts að Fylkir myndu ekki fá meira en 10 stig, Ásgeir Eyþórs næstum meiddur allt tímabilið, Þórður spilar lítið, við seljum Óskar og það hefur reynt mikið á hópinn okkar. Þetta er bara frábært allt saman og eitthvað til að byggja á til framtíðar"

Þetta viðtal er töluvert lengra ( 8 mínútur ) þannig þeir sem vilja horfa á allt saman geta gert það hér fyrir ofan.

Þess má einnig geta að viðtöl við leikmenn Fylkis og Fram koma inn í fyrramálið.
Athugasemdir
banner