Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
mánudagur 16. september
FA Cup
Barwell 0 - 0 Buxton
Redditch United - Shifnal Town - 18:45
Bundesliga - Women
Hoffenheim W 2 - 3 Freiburg W
Vináttulandsleikur
USA U-18 2 - 0 Peru U-18
Portugal U-16 0 - 0 Romania U-16
Turkey U-16 4 - 2 Denmark U-16
Saudi Arabia U-20 2 - 3 Yemen U-20
Serie A
Lazio 1 - 1 Verona
Parma 2 - 3 Udinese
La Liga
Vallecano - Osasuna - 19:00
banner
þri 08.ágú 2023 13:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 9. sæti: „Ótrúleg breyting frá því sem áður var"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Núna er komið að Brighton sem er spáð níunda sæti deildarinnar á komandi leiktíð.

Brighton fagnar marki á síðasta tímabili.
Brighton fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Robert De Zerbi, stjóri liðsins.
Robert De Zerbi, stjóri liðsins.
Mynd/EPA
Frá heimavelli Brighton.
Frá heimavelli Brighton.
Mynd/Getty Images
Verður Caicedo áfram?
Verður Caicedo áfram?
Mynd/Getty Images
Mitoma er mjög flottur leikmaður.
Mitoma er mjög flottur leikmaður.
Mynd/Getty Images
Gísli Foster er stuðningsmaður Brighton.
Gísli Foster er stuðningsmaður Brighton.
Mynd/Úr einkasafni
Fyrirliðinn Lewis Dunk.
Fyrirliðinn Lewis Dunk.
Mynd/Getty Images
Joao Pedro varð dýrasti leikmaður í sögu Brighton í sumar.
Joao Pedro varð dýrasti leikmaður í sögu Brighton í sumar.
Mynd/Getty Images
Gísli byrjaði ungur að styðja Brighton.
Gísli byrjaði ungur að styðja Brighton.
Mynd/Úr einkasafni
Pascal Gross er afar góður leikmaður.
Pascal Gross er afar góður leikmaður.
Mynd/Getty Images
Evan Ferguson er einn efnilegasti sóknarmaður í heimi.
Evan Ferguson er einn efnilegasti sóknarmaður í heimi.
Mynd/Getty Images
Mahmoud Dahoud var fenginn frá Borussia Dortmund á frjálsri sölu.
Mahmoud Dahoud var fenginn frá Borussia Dortmund á frjálsri sölu.
Mynd/EPA
Mac Allister fór til Liverpool og það verður söknuður af honum.
Mac Allister fór til Liverpool og það verður söknuður af honum.
Mynd/Getty Images
Milner kemur inn með reynslu.
Milner kemur inn með reynslu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar endar Brighton á tímabilinu sem er framundan?
Hvar endar Brighton á tímabilinu sem er framundan?
Mynd/Getty Images
Um Brighton: Það eru örugglega mörg félög öfundsjúk út í Brighton og hvernig Mávarnir hafa verið að vinna hlutina undanfarin ár. Það er frábær strúktúr í kringum Brighton virðist vera en félagið hefur verið að gera ótrúlega hluti á leikmannamarkaðnum síðastliðin ár. Mitoma, Ferguson, Caicedo... og listinn gæti haldið áfram. Þetta eru óslípaðir demantar sem eru keyptir á lágar upphæðir til Brighton þar sem þeir fá svigrúm til að þróa sinn leik; þetta eru leikmenn sem eru svo seldir á himinháar upphæðir.

Brighton hefur aldrei endað ofar en á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar. Framundan er Evrópudeildin og það verður skemmtileg áskorun fyrir stuðningsmenn liðsins að fylgjast með. Hvernig það gengur að samtvinna deildinni með Evrópukeppni, það mun koma í ljós.

Stjórinn: Ítalinn Robert De Zerbi var ráðinn til Brighton á síðasta tímabili eftir að Graham Potter tók við Chelsea. Það héldu kannski einhverjir að það yrði erfitt að stíga í fótspor Potter sem hafði gert svo flotta hluti, en De Zerbi sýndi að hann er vel fær um að gera það og gott betur. De Zerbi hafði vakið athygli í ítölskum fótbolta sem stjóri Sassuolo og hann hefur sýnt það núna hjá Brighton að hann er einn mest spennandi stjóri Evrópu. Hann var einn af stjórum tímabilsins á síðustu leiktíð þrátt fyrir að hafa ekki byrjað það á Englandi. Það verður spennandi að sjá hvort hann nái að fylgja eftir árangri síðustu leiktíðar en það verður erfitt að toppa hann.

Leikmannaglugginn: Brighton missti einn sinn besta mann í Alexis Mac Allister sem var seldur til Liverpool. Þá eru sögur í kringum Moises Caicedo og Chelsea, en miðjumaðurinn öflugi er líklegur til að fara þangað. Brighton hefur sýnt að þeir eru ekki að láta valta yfir sig á leikmannamarkaðnum, þeir eru grjótharðir og standa í fæturnar.

Komnir:
João Pedro frá Watford - 30 milljónir punda
Bart Verbruggen frá Anderlecht - 16,3 milljónir punda
Igor Julio frá Fiorentina - 14,5 milljónir punda
Mahmoud Dahoud frá Dortmund - á frjálsri sölu
James Milner frá Liverpool - á frjálsri sölu

Farnir:
Alexis Mac Allister til Liverpool - 35 milljónir punda
Robert Sánchez til Chelsea - 25 milljónir punda
Reda Khadra til Reims - 1,7 milljón punda
Aaron Connolly til Hull - óuppgefið kaupverð
Deniz Undav til Stuttgart - á láni
Jeremy Sarmiento til West Brom - á láni
Kjell Scherpen til Sturm Graz - á láni
Abdallah Sima til Rangers - á láni
Haydon Roberts til Bristol City - samningur rann út
Taylor Richards til QPR - óuppgefið kaupverð
Antef Tsoungui til Feyenoord - óuppgefið kaupverð

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Ef Moises Caicedo verður áfram í herbúðum félagsins þá er hann auðvitað lykilmaður. Þvílíkt sem hann hefur verið að taka skref fram á við og það er alveg ljóst að þetta er einn mest spennandi leikmaður Evrópu, og heimsins. Fyrirliðinn Lewis Dunk er leiðtogi fyrir liðið og er auðvitað bara frábær varnarmaður í þessari deild. Þá er Kaoru Mitoma einn skemmtilegasti leikmaður deildarinnar á að horfa. Hann gerði háskólaritgerð um það hvernig á að rekja boltann og kann það því betur en flestir.

„Erum við að horfa fram á bestu árin í sögu félagsins"
Gisli Foster Hjartarson úr Vestmannaeyjum er stuðningsmaður Brighton og við fengum hann til að svara nokkrum spurningum tengdum félaginu.

Ég byrjaði að halda með Brighton af því að... útaf Peter Ward, miklum markaskorara sem lék með liðinu 1975 til 1980. Sá mynd af honum í Shoot fótboltablaðinu og sá að hann var mikill markaskorari svo ég fór að fylgjast með honum. Það vildi þannig til að þetta voru miklir uppgangstímar hjá Brighton undir stjórn Allan Mullery og félagið var undir dyggri stjórn Mike Bamber, sem að ég náði að tala við og fá til að senda mér dót frá félaginu. Félagið komst þarna í fyrsta skipti upp í efstu deild, en dvölin var nú ekki nema frá 1979-1983. Hinn mikli meistari Steve Foster tók svo við sem mitt uppáhald, enda var hann besti miðvörðurinn í Englandi á þeim tíma. Liðið féll 1983 og við tók mikil niðursveifla, alveg niður í næst neðsta sæti í fjórðu deild; björguðum okkur frá falli í síðasta leik gegn Hereford. Ætla svo sem ekkert að fara að segja þá sögu hér, áhugasamir geta kynnt sér hana á netinu ef að þeir vilja. En saga félagsins er ansi merkileg og núna erum við að horfa fram á bestu árin í sögu félagsins og því kannski eins gott að njóta.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Ef ég tengi þetta hingað heim þá lék vinur minn Hemmi Hreiðars sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Crystal Palace í æfingaleik gegn Brighton og vinur minn Ívar Ingimars lék líka hjá okkur 2003 sem lánsmaður og stóð sig vel. Ég sá hann spila þar, það þótti mér heiður. Svo eigum ég, Steve Foster og Brighton tengingu þar sem hann bauð mér á Testimonial leik sinn með Brighton á sínum tíma gegn Sheff Wed og svo var farið út að borða og skemmta sér eftir leik og þar sat maður til borðs með Glenn Hoddle, Jimmy Case, Steve Gatting, David Pleat og fleiri góðum mönnum, algjörlega ógleymanleg kvöldstund.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var ótrúlegt. Það unnust margir sigrar sem voru fyrstu sigrar á þessum velli og hinum og svo framvegis og félagið náði sínum besta árangri frá því að það var stofnað 1901; unnum reyndar Góðgerðarskjöldinn 1910.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei alls ekki – það skiptir liðið engu máli hvað ég geri á leikdegi, þeir vita ekki einu sinni hver ég er. Samt er nú fólk sem tengist klúbbnum sem veit hver ég er en það hefur engin áhrif á leikdegi hvað ég geri. Það er komið ansi langt síðan ég gerði mér grein fyrir því að ég hef engin áhrif á gengið og því er ég ekkert að velta mér upp úr því, en ég reyni að sjá sem flesta leiki en missi ekkert svefn þó að ég nái ekki að sjá alla leiki, það er oft eitthvað miklu skemmtilegra í gangi.

Hvern má ekki vanta í liðið? Lewis Dunk er að ég held mikilvægasti leikmaðurinn. Hann var með flestar snertingar og að ég held sendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, sem er ótrúleg breyting frá því sem áður var. Hann hefur lengi verið góður miðvörður en er nú kominn á annað stig svei mér þá – en hann vantaði nú samt í lokahluta síðasta tímabils og við spiluðum samt vel og tryggðum Evrópusæti, þannig að kannski má alveg vanta hann. Ég hugsa að Pascal Gross sé vanmetnasti leikmaður liðsins, eins hefur Joel Weltman reynst okkur vel.

Hver er veikasti hlekkurinn? Liðsheildin er bæði sterkasti og veikasti hlekkurinn. Liðið þarf að spila vel saman, halda boltanum og skapa sér færi sama hvaða ellefu leikmenn byrja inná. Ef að þeir vinna sem ein heild þá er allt hægt, annars ekki. Tek engan leikmann út fyrir kassann hér.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Fylgstu með spilamennsku liðsins, ekki einblína á einhvern einn leikmann – fótbolti er hópíþrótt og því skiptir leikur heildarinnar meira mál en einstaklingsframtakið, þó vissulega geti ákveðnir leikmenn glatt augað. Það eru margir efnilegir strákar þarna og mér líst vel á Mo Dahoud sem fenginn var til að leysa Alexis Mac Allister af hólmi. Gæti sagt Evan Ferguson en þeir eru margir fleiri þarna sem eiga framtíðina fyrir sér.

Við þurfum að kaupa... Einhvern ungan og efnilegan.

Hvað finnst þér um stjórann? Hann er frábær; kom eins og ferskur vindur inn í ensku úrvalsdeildina og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni, alveg sama hvar hann verður stjóri.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Þetta verður strembið en skemmtilegt tímabil, engin spurning.

Hvar endar liðið? Ef að liðið endar fyrir ofan sæti 10 þá er það gott, við erum lítið félag með stórt hjarta. Ég hlakka til þessa tímabils, eins og reyndar allra annarra. Seagulls forever.

Brighton hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Luton Town á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner