Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   lau 11. júní 2016 16:13
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Lars: Prófaði Playstation í nokkrar sekúndur
Icelandair
Lars Laberback léttur, ljúfur og kátur.
Lars Laberback léttur, ljúfur og kátur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari var léttur á því þegar Fótbolti.net spjallaði við hann á hóteli liðsins í dag.

Hann er ansi sáttur við hótelið.

„Þetta er búið að vera gott. Hótelið er gott. Æfingasvæiðið hefur verið mjög gott líka en ég hafði áhyggjur af því. Ég get ekki kvartað."

Hann er búinn að fara mjög vel yfir leik Portúgala með liðinu og á eftir að fara enn betur yfir það.

„Auðvitað förum við vel yfir þá. Við erum með síðasta leik sem þeir spiluðu og vorum með stóra kynningu í gær. Við munum fara yfir mikilvæga hluti á æfingunni á morgun og svo liðsfundi í dag og á morgun."

Hann segir ansi margt þurfa að ganga upp til að liðið geti unnið Portúgal.

„Það eru margir hlutir, þeir eru með mjög gott lið. Ég hef aldrei séð Portúgali svona góða. Þeir eru með frábæra sóknarlínu og við þurfum að verjast 100%. Þeir eru ekki eins sterkir varnarlega og ef við náum góðum sóknum á þá, eigum við alltaf séns."

Hann talaði svo enn frekar um hótelið og hversu hrifinn hann var af því.

„Það fer eftir því hverju þú leitar af, ég hef verið á meiri lúxus hótelum en þetta er mjög gott hótel. Þetta er besta hótelið sem ég hef verið í með landsliðinu. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum ein með hótel. Það er enginn að trufla okkur og við erum ekki að trufla neinn."

Hann segist litið vera í Playstation eins og leikmennirnir.

„Ég prófaði Playstation í nokkrar sekúndur en það er ekki mikill frítími."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner