Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mið 11. nóvember 2015 16:19
Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin
Atli Guðnason íhugar að hætta í FH
Atli í leik með FH í sumar.
Atli í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Ég er orðinn þreyttur á að vera bæði kennari og fótboltamaður.  Ég er orðinn þreyttur á að vera nánast aldrei heima hjá mér og vera bara í vinnu 08:00  - 20:00 og eiginlega get það ekki.''
,,Ég er orðinn þreyttur á að vera bæði kennari og fótboltamaður. Ég er orðinn þreyttur á að vera nánast aldrei heima hjá mér og vera bara í vinnu 08:00 - 20:00 og eiginlega get það ekki.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Guðnason framherji FH íhugar að hætta í fótbolta eða fara annað en hann er samningslaus sem stendur. Atli sem er 31 árs gamall hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár. Hann skoraði 8 mörk í 21 leikjum liðsins í sumar.

„Ég er að velta fyrir mér hvað ég ætla að gera, ég er kannski að spá í að hætta, kannski vera áfram og kannski fer ég út. Ég ætla bara að sjá hvað býðst, leyfa tímanum aðeins að líða og er ekkert að stressa mig á þessu," sagði Atli við Fótbolta.net í dag en hefur hann rætt við lið erlendis frá?

„Ekki eins og er en ég ætla bara að sjá til. Ég hef ekki trú á því að einhver vilji fá svona gamlan kall en mig langar að reyna á það. Ég hef aldrei gert það og það væri smá ævintýri. Ég hef verið í föstum skorðum í einhver ár og það er allt í boði núna."

Útilokar ekki að skipta um félag innanlands
Hann hefur allan sinn feril spilað með FH utan ársins 2004 þegar hann var lánaður hluta úr tímabili til HK og 2005 sem hann var lánaður til Fjölnis. Hann gerði lítið úr því að fara að skipta um félag innnalands en vildi þó ekki útiloka það.

„Ég veit það ekki alveg, ég hef ekki mikla trú á því en kannski. Við sjáum til með það," sagði Atli.

Þreyttur á að vera kennari og fótboltamaður
Hann starfar sem framhaldsskólakennari og gæti hugsað sér að leggja fótboltaskóna á hilluna.

„Ég gæti alveg hugsað mér að vera bara kennari á næsta ári," sagði hann. „Ég er orðinn þreyttur á að vera bæði kennari og fótboltamaður. Ég er orðinn þreyttur á að vera nánast aldrei heima hjá mér og vera bara í vinnu 08:00 - 20:00 og eiginlega get það ekki. Svo er ég í námi líka og er með fjölskylduna. Það er mikið að gera og ýmislegt sem þarf að velja og hafna."

Samningur Atla við FH rann út 31. október síðastliðinn en hann býst við að gefa FH svar um hvað hann hyggst gera fyrir áramót.

„Ég ákveð mig fyrir áramót. Ég þarf að gefa þeim svar í skólanum og FH líka. Þetta verður fyrir áramót og sennilega í nóvember. Ég veit það samt ekki alveg."

Verð ekki 38 ára að spila
Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH sumarið 2004 og hefur því spilað leiki á ellefu tímabilum með liðinu á tólf ára ferli. Hann segist sáttur hjá félaginu.

„Ég er sáttur hjá FH, ég er FH-ingur mikill og á marga vini þar. Það er ekkert svoleiðis. Við getum sagt að það eru mörg járn í eldinum en þau eru misheit. Ég fæ fullt af símtölum og fyrirspurnum. Svo á ég vini í hinum og þessum liðum sem ég hef spilað með í gegnum tíðina og allskonar. Ég hef gefið allt frá mér ennþá. Ég er með sjálfum mér að hugsa það sem er í gangi. Ég gef mér bara tíma og sé hvort ég ætla að taka eitt ár í viðbót eða tvö."

Atli er 31 árs gamall og hefur spilað með mörgum mun eldri leikmönnum en það á ferlinum. Hann segir útilokað að hann verði ennþá fótboltamaður 38 ára.

„Ég veit ég er ekki gamall en þetta snýst ekki um aldur. Gulli (Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks) er fertugur og er ennþá og Bjarki Gunnlaugs var 38 ára að spila. En ég get lofað þér því að ég verð ekki 38 ára að spila. Ég er bara að reyna að hugsa um næsta ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner