Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
sunnudagur 16. mars
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 14.okt 2022 20:13 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Frappart er óvinur okkar en boltinn má ekki vera það líka

Það mátti heyra saumnál detta á flugvellinum Porto í Portúgal í kringum miðnætti á þriðjudagskvöld. Þetta átti ekki að fara svona, svona átti ekki sagan að vera.

Það var mikil sorg í augum fólks, leikmanna og stuðningsfólks íslenska liðsins sem höfðu lagt leið sína til Portúgal þennan dag. Ísland rétt missti af því að komast á HM í fyrsta sinn, gerist ekki meira svekkjandi.

Það hefur mikið rætt og skrifað um dómarannn Stephanie Frappart eftir leik Íslands og Portúgal í umspilinu fyrir HM fyrr í þessari viku. Frappart átti ekki sinn besta leik, en stelpurnar okkar verða einnig að líta inn á við á sína eigin frammistöðu.

Á löngum köflum var frammistaðan gegn Portúgal ekki góð, líkt og raunin hefur verið í nokkrum öðrum stórum leikjum á þessu ári.



Vonbrigði
Ef það ætti að finna eitt orð til að lýsa þessu ári hjá kvennalandsliðinu þá er það: Vonbrigði.

Liðið fór jú á Evrópumótið en náði ekki markmiði sínu þar. Markmiðið var að vinna einn leik, en það tókst ekki. Liðið átti að vinna Belgíu í fyrsta leik sínum en sá leikur endaði með jafntefli. Annar leikurinn á móti Ítalíu var lengst af gríðarlega lélegur, en endaði með jafntefli. Og liðið gerði svo jafntefli á móti ógnarsterku liði Frakklands í lokaleik sínum í riðlinum.

Ísland fór taplaust í gegnum mótið en náði ekki markmiði sínu; að vinna leik. Liðið féll úr keppni í riðlunum.



Árangurinn var samt sem áður skref fram á við frá EM 2017 þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum. Manni fannst vera jákvæð teikn á lofti þó það hafi auðvitað verið vonbrigði að liðið skyldi ekki komast áfram.

Í pistli sem undirritaður skrifaði eftir mótið var komið inn á það að það væri eins og liðið vanmeti stundum sjálft sig. „Sendingarhlutfall okkar var ekki gott á mótinu - alls ekki - og það er eitthvað sem verður að bæta. Leikmennirnir geta betur í þeim þætti leiksins og þær verða að hafa trú á því," var skrifað.

Síðan þá er líkt og liðið hafi haldið áfram haldið að vanmeta sjálft sig. Það eru vonbrigði.



Leikurinn við Portúgal
Það sem hefur gerst nánast undantekningarlaust í leikjum á þessu ári er að Ísland er minna með boltann. Við höfum spilað marga erfiða leiki gegn góðum liðum, en það hefur aðeins gert tvisvar í tólf leikjum árið 2022 að við erum meira með boltann.

Gott og vel, Ísland hefur kannski aldrei verið þekkt fyrir það að vera mikið með boltann. Það er ekkert lykilatriði að því að ná góðum árangri, að vera meira með boltann. Þú getur unnið leiki þó þú sért minna með boltann, en það sem er hins vegar mikilvægt er að fara vel með boltann. Þegar við erum með hann, þá erum við heldur ekki að fara neitt sérlega vel með hann. Það er svona það sem slær mann mest.

Það hefur aldrei gerst að við erum með meira en 80 prósent sendingarhlutfall í þessum tólf leikjum á árinu. Hæst var sendingarhlutfallið í vináttulandsleik gegn Póllandi fyrir EM þar sem við vorum með 78,57 prósent sendingarhlutfall.



Að meðaltali erum við með rúmlega 71,1 prósent sendingarhlutfall í leikjum á þessu ári. Það er bara ekki nægilega gott.

Gegn Portúgal var það áfram sama sagan. Fyrir leik talaði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um það hversu mikilvægt væri að halda ró þegar við værum með boltann. Raunin var hins vegar sú að á löngum köflum, þá var boltinn ekki vinur okkar liðs og var á tímum eins og stelpurnar gætu ekki tengt tvær sendingar saman. Þær voru almennt ekki mjög yfirvegaðar á boltanum og það kom liðinu í erfiða stöðu.

Að meðaltali vorum við með 1,93 sendingar í hvert sinn sem við vorum með boltann gegn Portúgal á meðan andstæðingurinn náði að meðaltali 3,04 sendingum á milli sín í hvert sinn sem þær voru með boltann.


Hérna sjáum við dæmi þar sem var hægt að gera mun betur að halda í boltann. Sveindís vinnur boltann og kemur honum á Gunnhildi sem er með frekar mikið pláss. Í staðinn fyrir að senda hann út til hægri þar sem er mikið opið pláss þá fer hún í mjög flókna sendingu og tapar boltanum.

Portúgal vinnur boltann og býr til hættulega stöðu með því.

Það voru dæmi um það þar sem Ísland gerði mjög vel í uppspili sínu í fyrri hálfleiknum eins og þegar Dagný Brynjarsdóttir tók þríhyrning við Guðnýju Árnadóttur og átti svo flottan bolta yfir á Sveindísi, en Sveindís var of lengi að athafna sig.


Gunnhildur kemur niður og sækir boltann. Svo færir hún hann út á Guðný.

Guðný tekur þríhyrning við Dagný og keyrir svo upp.

Guðný á svo frábæran bolta yfir á Sveindísi.

Þetta var líklega okkar besta uppspil í leiknum og var það mjög skilvirkt og gott. Það vantaði meira svona.

En það voru líka mun fleiri dæmi um það þar sem liðið virtist ekki tilbúið í verkefnið og var að tapa boltanum klaufalega - einfaldar sendingar sem klikkuðu. Stelpurnar virkuðu stressaðar á boltanum og á köflum virkaði eins og engin vildi hafa hann.

Það gerðist aðeins 16 sinnum á öllum 120 mínútunum að við héldum í boltann í meira en 20 sekúndur. Á meðan gerðist það hjá Portúgal 29 sinnum, næstum því helmingi oftar. Auðvitað hjálpaði það þeim að vera einum fleiri.

Leikurinn var í nokkru jafnvægi áður en rauða spjaldið kom. Við það breytist leikurinn augljóslega. Íslenska liðið gerði samt vel í að bregðast við því og gafst ekki upp. Liðið var í raun óheppið að skora ekki sigurmark einum færri fyrir framlenginguna. Með smá heppni hefðum við getað unnið leikinn einum færri, en það var eins og liðið fengi aukinn kraft við rauða spjaldið. Það vaknaði við það.


xG-ið úr leiknum. Þarna sést hversu mikið breytist þegar rauða spjaldið kemur:

Í framlengingunni hefði hins vegar verið rökréttast að fara í fjögurra manna vörn - að minnsta kosti - og treysta á sterkan varnarleik. Liðið var mjög opið til baka, var orðið þreytt og tapaði að lokum. Að vera í þriggja manna vörn áfram í framlengingunni var erfitt.



Gríðarlega sárt að missa af HM
Fyrir HM 2023 var liðum fjölgað úr 24 í 32 og því er það ótrúlega svekkjandi að missa af þessu móti.

Okkur hefði dugað jafntefli gegn Hollandi í síðasta mánuði til að komast beint inn á mótið. Við vorum grátlega nálægt því að stela jafnteflinu þar, en við áttum skilið að tapa þeim leik miðað við frammistöðuna. Einhver yfirnátturulegur andi og Sandra Sigurðardóttir komu í veg fyrir að við töpuðum þeim leik með stærri mun.

Sjá einnig:
Högg í hjartastað á 92:18 en við áttum það bara skilið



Svo kom þetta umspil. Það er hægt að taka undir að það sé skammarlegt hvernig staðið er að þessu umspili. Það er mjög ósanngjarnt, það er alveg hárrétt.

En við eigum bara að klára þetta portúgalska lið í úrslitaleik, hvort sem það er á heimavelli eða útivelli.

Skoðið félagsliðin hjá þessum tveimur landsliðum. Flestir leikmenn Portúgal spila með Benfica, Braga eða Sporting í heimalandinu. Portúgalska deildin er ekki sú sterkasta í heimi þó hún sé á uppleið. Á meðan eru leikmenn í íslenska liðinu sem spila með Bayern München, Juventus, Paris Saint-Germain og Wolfsburg svo eitthvað sé nefnt.

Við eigum að taka yfirhöndina áður en rauða spjaldið kemur, en það gerðist ekki.


Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með Wolfsburg.

Portúgal er að fara á sitt þriðja stórmót. Þær komust á EM í sumar því Rússland var dregið úr keppni. Þær komu inn í staðinn.

Við eigum bara að klára þetta lið, við eigum allavega að geta spilað betur en við gerðum í fyrri hálfleiknum og fram að rauða spjaldinu.

Það eru líklega tólf lið frá Evrópu að fara á HM, það eru ellefu staðfest og er ansi líklegt að tólfta liðið komist í gegnum annað umspil á næsta ári. Á heimslista FIFA er Ísland í níunda sæti af liðum frá Evrópu. Liðið var í áttunda sæti þangað til listinn var uppfærður í gær.

Aðeins eitt lið sem er fyrir ofan okkur á heimslista FIFA er að fara að missa af HM og það er Norður-Kórea sem hefur ekki spilað fótboltaleik í þrjú ár. Þær sendu ekki lið til leiks í undankeppni HM að þessu sinni en Norður-Kórea er ekki eins og lönd eru flest þegar kemur að stjórnarháttum.

Það er önnur saga af hverju Norður-Kórea er fyrir ofan okkur á heimslistanum þegar þær hafa ekki spilað svona lengi, en það er einhver regla hjá FIFA um að lið þurrkist ekki út af listanum fyrr en fjögur ár án leiks.

Við erum sem sagt efsta liðið á heimslistanum - fyrir utan Norður-Kóreu - sem missir af HM.



Við virðumst sitja á rauðu ljósi
Það var einstaklega sárt að sitja á flugvellinum í Porto og sjá að Írland væri komið á HM í fyrsta sinn. Þær voru á undan okkur.

Við unnum Írland sannfærandi í umspilinu fyrir EM 2009 - þegar við fórum á okkar fyrsta stórmót. Leikmenn írska liðsins eru búnar að tala mikið um leikinn á Laugardalsvelli árið 2009, þeim fannst ósanngjarnt að sá leikur væri fram út af frosti á vellinum.

Núna er Írland að fara á sitt fyrsta stórmót, þær eru að fara á HM á undan okkur.



Það er líkt að við sitjum á rauðu ljósi. Við erum búnar að fara á fjögur Evrópumót, en stelpurnar okkar eru bara búnar að vinna einn leik af 13 á þessum fjórum mótum. Það er kaldur raunveruleiki.

Við erum bara tæplega 400 þúsund manna þjóð og það er ekki sjálfgefið að við séum með eins gott landslið og við erum með, en frá því við komumst á EM í fyrsta sinn þá hafa margar þjóðir verið að taka fram úr okkur á fótboltavellinum á meðan við virðumst sitja í stað. Núna má segja að þjóðir á borð við Portúgal og Írland séu á góðri leið með það með því að komast á HM í fyrsta sinn á undan okkur.



Fjarvera Karólínu hafði auðvitað áhrif
Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til baka eftir barneignaleyfi þá kom hún skiljanlega aftur inn í liðið. Hún er sigursælasta fótboltakona sem Ísland á og hún á að vera inn á vellinum, það er klárt mál. En þessi miðja þar sem hún, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spila saman - hún fúnkerar ekki nægilega vel. Hún bara gerir það ekki en Steini hefur haldið sig við hana í síðustu tveimur leikjum.

Það sást í fyrstu tveimur leikjunum á EM og það hefur sést í síðustu tveimur leikjum liðsins gegn Hollandi og Portúgal. Það hefur virkað betur þegar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur leikið inn á miðsvæðinu. Það sást til að mynda gegn Frakklandi þar sem hún kom inn á miðsvæðið með Dagný og Söru. Það varð líka til þess að Sara átti stórleik.

Það virkaði líka mjög vel þegar Karólína spilaði með Gunnhildi og Dagný þegar Sara var fjarverandi. Karólína er með aðra eiginleika, hún er gríðarlega skapandi og ótrúlega góð á boltanum.


Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Karólína, sem er algjör lykilmaður í liðinu, hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum og það hefur haft mikil áhrif á spilamennsku liðsins - augljóslega. Ekki hefur tekist að finna lausnir í hennar fjarveru.

Þorsteinn á eftir að sanna að hann sé rétti maðurinn
Þorsteinn tók við landsliðinu í byrjun árs í fyrra. Bestu sigrarnir í hans stjóratíð hafa komið gegn Tékklandi í undankeppni HM, en þeir telja að lokum ekkert þar sem við komumst ekki inn á mótið.

Hann á klárlega skilið sinn skerf af gagnrýni fyrir það hvernig liðið hefur verið að spila, hann er auðvitað þjálfarinn og er ábyrgur fyrir gengi liðsins.

Spilamennskan hefur heilt yfir ekki verið góð í síðustu leikjum og þegar við mætum andstæðingum sem eru svipaðir okkur eða betri þá er eins og liðið fari inn í einhverja skel.



KSÍ ákvað að framlengja við Þorstein til ársins 2026 áður en EM fór fram. Það er klárlega hægt að setja spurningamerki af hverju það lá svona á að framlengja samninginn.

Þorsteinn á enn eftir að sanna það að hann sé rétti maðurinn fyrir liðið, en hann fær meiri tíma til að gera það þar sem hann er með langan samning.

Þorsteinn hefur sýnt það á sínum ferli að hann er virkilega fær þjálfari og það er ástæða fyrir því að hann er í þessu starfi, en hann á enn eftir að sanna að hann sé rétti maðurinn fyrir landsliðið. Það eru augljóslega margar efasemdarraddir að myndast núna og það er undir honum komið og og undir liðinu komið að þagga niður í þeim.

Sjá einnig:
Þorsteinn gagnrýndur - Frammistaða liðsins „vonbrigði“ eftir að hann fékk nýjan samning



Við getum gert betur
Það er alveg ljóst að liðið getur gert betur, maður hefur allavega trú á því að þessir leikmenn geti það. Þær geti spilað mun betri fótbolta en þær hafa gert í síðustu leikjum.

Við vinnum alltaf lið eins og Hvíta-Rússland sannfærandi, rétt eins og við eigum að gera. Það er ekkert mál. En þegar við mætum liðum sem eru svipuð og við, eða betri en við á pappír, þá er eins og liðið okkar verði lítið í sér - vanmeti sjálft sig.

Á EM var Ísland með 68,7 prósent heppnaðra sendinga, versta allra liða á mótinu. Gegn Portúgal vorum við með 71,04 prósent heppnaðra sendinga á meðan andstæðingurinn var með 83,73 prósent. Gegn Hollandi vorum við með 69,5 prósent heppnaðra sendinga á meðan andstæðingurinn var 87,43 prósent.

Við verðum að gera betur í þessu til að ná árangri því þetta er ekki vænlegt til árangurs.



Við verðum að þora að vera með boltann þegar við fáum tækifæri til þess, við verðum að sýna hugrekki. Það er enginn að búast við því að Ísland breytist í Spán þegar kemur að fótbolta, en við verðum að setja þetta upp á aðeins hærra plan. Við verðum að geta komið boltanum betur frá okkur gegn þessum góðu liðum til þess að skapa betri stöður framarlega á vellinum og fá meiri ró í okkar leik.

Þetta gengur ekki ef boltinn er óvinur okkar.

Sendingarhlutfallið er ekki það eina sem liðið verður að bæta. Við verðum líka að nýta stöðurnar sem við fáum betur. Gegn Portúgal fóru 14,29 prósent skota okkar á rammann. Í leikjum líkt og gegn Hollandi og Portúgal þá verðum við að vera skilvirkari í okkar sóknum og nýta þær betur, sérstaklega þar sem við erum lítið með boltann. Við verðum að tengja sóknarmanninn okkar - níuna - betur við okkar leik. Við getum líka nýtt föstu leikatriðin enn betur þó við höfum skorað eftir eitt slíkt gegn Portúgal. Þá hefur spennustigið verið alltof hátt í þessum leikjum.

Við erum með leikmenn eins og Glódísi Perlu, Söru Björk, Sveindísi Jane og fleiri í þessum tveimur síðustu leikjum. Við eigum að geta spilað betur. Það verður að gera kröfu á það. Þótt við séum fámenn þjóð, þá erum við með ótrúlega gott lið og verðum að sýna það inn á vellinum. Og það er ekki nóg að gera það bara gegn Hvíta-Rússlandi.



Af hverju ekki að nýta nóvember gluggann?
Landsliðsþjálfarinn tilkynnti það eftir leikinn gegn Portúgal að landsleikjaglugginn í nóvember yrði ekki nýttur. „Næsta verkefni er væntanlega í febrúar," sagði Þorsteinn.

„Við ætlum ekki að nota nóvember gluggann. Við ætlum að gefa leikmönnum frí. Þetta er búið að vera langt ár og mikið af verkefnum. Við ætlum að hvíla nóvember gluggann og byrja í febrúar með verkefni þar."

Þá spyr maður sig, hefði ekki verið hægt að nýta nóvember gluggann til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri? Leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið með landsliðinu eða ekki neitt myndu eflaust fagna því að fá að spila fyrir Íslands hönd. Það væri þá líka hægt að nota gluggann í að þróa leik liðsins og vinna í því sem hefur farið úrskeiðis í síðustu verkefnum.

Það verður mjög erfitt að fylgjast með HM á næsta ári. Við getum hins vegar ekki bara kennt dómaranum um, við verðum líka að líta í eigin barm. Við verðum að halda áfram að þróa okkar leik og taka skref fram á við svo sitjum ekki endalaust á rauðu ljósi. Efniviðurinn er til staðar til að gera góða hluti í framtíðinni. Núna er það að stíga upp og nýta þennan efnivið fyrir komandi stórmót 2025 og 2027.


Athugasemdir
banner