Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   þri 14. desember 2021 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós riftir við Bordeaux
Svava Rós
Svava Rós
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir hefur náð samkomulagi við Bordeaux um riftun á samningi sínum við félagið. Svava greindi frá þessu í samtali við Fótbolta.net.

Svava, sem er 26 ára sóknarmaður, hafði fengið gífurlega fáar mínútur með franska liðinu á tímabilinu og sá sér þann kostinn vænstan að fá að leita sér að nýju félagi.

Svava ræddi um stöðu sína á fréttamannafundi í haust.

„Það er alltaf ný og ný ástæða. Til að byrja með þá sagði þjálfarinn að ég þyrfti að vera búin að vera að spila. Ég er alltaf búin að vera að spila með B-liðinu og skora þar 4-5 mörk í hverjum leik, en það skiptir engu máli fyrir hann," sagði Svava.

Sjá einnig:
Þjálfari Bordeaux vill ekki hafa Svövu - „Nei, engin ástæða" (24. okt)
Bannaði Svövu að fara til Englands - „Vil ekki pæla í þessu lengur" (26. okt)
Pílan, vandræðalegt sólbað og andlegur styrkur - „Aldrei planið að fara í Val í vetur" (6. apríl)
Athugasemdir
banner
banner
banner