Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   mið 15. desember 2021 17:09
Elvar Geir Magnússon
Logi Hrafn æfir með Hellas Verona
Logi Hrafn Róbertsson.
Logi Hrafn Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson, 17 ára leikmaður FH, er nú hjá ítalska félaginu Hellas Verona til reynslu.

Þessi efnilegi leikmaður sem getur leikið sem miðvörður eða miðjumaður lék ellefu leiki með FH í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar en sumarið 2019 lék hann sinn fyrsta leik í efstu deild.

Hann á alls þrettán leiki fyrir U17 og U19 landslið Íslands og þá var hann í æfingahóp U21 landsliðsins í síðasta mánuði.

FH-ingurinn Emil Hallfreðsson er fyrrum leikmaður Hellas Verona.

Liðið hafnaði í tíunda sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili og er á svipuðum slóðum núna, situr í ellefta sæti.

Fleiri félög hafa áhuga á Loga, þar á meðal hollenska úrvalsdeildarfélagið Willem II samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner