Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 16. október 2017 09:36
Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon hættur með Val (Staðfest)
Úlfur Blandon hefur sagt upp hjá Val.
Úlfur Blandon hefur sagt upp hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon er hættur þjálfun kvennaliðs Vals en þetta staðfesti Jón Höskuldsson formaður knattspyrnudeildar félagsins við Fótbolta.net í morgun.

Úlfur tók ákvörðun um að nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum við Val í gær og sagði upp samningnum.

„Hann átti frumkvæðið og ástæðurnar eru persónulegar," sagði Jón við Fótbolta.net. „Þetta kemur okkur á óvart og svolítið í opna skjöldu en við verðum að virða þessa ákvörðun hans. Nú hefst leit að nýjum manni."

Jón sagði að nú væri hafin vinna við leit að nýjum þjálfara liðsins en Úlfur stýrði liðinu í eitt tímabil.

„Ég vona að við verðum snögg að finna nýjan eftirmann fyrir Úlf," sagði Jón. „Þetta er auðvitað vandfyllt skarð og það er ekkert yfir árangri liðsins að kvarta á nýliðnu sumri. Við urðum Reykjavíkurmeistarar og deildabikarmeistarar í A-deild og urðum í 3. sæti í Íslandsmóti með svona marga lykilmenn meidda og frá keppni. Suma allt mótið og Margréti Láru lungan úr því. Við getum ekki annað en verið sátt þegar allt er tekið saman," bætti hann við.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, og Thelma Björk Einarsdóttir eru að renna út á samningi við félagið auk þess sem Arna Sif Ásgrímsdóttir fór til Verona um helgina. Jón sagði að lokum að vinna væri að hefjast við að endurnýja samninga við leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner