Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
   lau 18. september 2021 17:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurvin: Ég á bágt með að trúa þessu
Mynd: Hilmar Þór
„Ég á bágt með að trúa þessu ennþá en mér líður nátturulega frábærlega," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir að liðið tryggði sér sæti í næst efstu deild á næstu leiktíð.

Liðið hefur komist upp um tvær deildir á tveimur árum.

„Þetta er magnað 'run'. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja."

Sigurvin gerði sér ekki vonir um að vera í toppbaráttunni fyrir tímabilið.

„Eins og ég sagði fyrir tímabilið þá ætluðum við að vera trúir okkar spilamennsku og vona til að það dugi til að ná árangri í 2. deild en ég reiknaði ekki með því að það myndi duga í toppbaráttuna en við vorum í toppbaráttu allt tímabilið svo við sáum enga ástæðu til að breyta til."

Hann var gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu í dag.

„Þú veist að allur andskotinn getur gerst en karakterinn sem mínir menn sýndu var til fyrirmyndar varnarlega og sóknarlega, fyrirfram hefði ég ekki átt að hafa neinar áhyggjur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner