„Ég á bágt með að trúa þessu ennþá en mér líður nátturulega frábærlega," sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir að liðið tryggði sér sæti í næst efstu deild á næstu leiktíð.
Liðið hefur komist upp um tvær deildir á tveimur árum.
„Þetta er magnað 'run'. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja."
Sigurvin gerði sér ekki vonir um að vera í toppbaráttunni fyrir tímabilið.
„Eins og ég sagði fyrir tímabilið þá ætluðum við að vera trúir okkar spilamennsku og vona til að það dugi til að ná árangri í 2. deild en ég reiknaði ekki með því að það myndi duga í toppbaráttuna en við vorum í toppbaráttu allt tímabilið svo við sáum enga ástæðu til að breyta til."
Hann var gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu í dag.
„Þú veist að allur andskotinn getur gerst en karakterinn sem mínir menn sýndu var til fyrirmyndar varnarlega og sóknarlega, fyrirfram hefði ég ekki átt að hafa neinar áhyggjur."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir