Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 21. júlí 2017 15:22
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Elín Metta hvarf af Petersen svítunni - Þekkir þú þjófinn?
Búið er að hylma yfir andlit mannsins sem rændi pappaspjaldinu, að beiðni Peterson svítunnar.
Búið er að hylma yfir andlit mannsins sem rændi pappaspjaldinu, að beiðni Peterson svítunnar.
Mynd: Petersen svítan
Það vill svo óskemmtilega til að pappaspjald af Elínu Mettu Jensen hefur verið rænd af Petersen svítunni.

„Petersen svítan biður almenning um aðstoð ! Þessi náungi var að skemmta sér á miðvikudagskvöldið og tók eina af fótboltastelpunum okkar ófrjálsri hendi út úr húsi. Þetta er hún Elín Metta Jensen," segir í tilkynningu frá Petersen svítunni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem pappaspjaldi af landsliðsmanni frá Íslandi er rænt því Alfreð Finnbogason var einnig rændur af þremur stúlkum á meðan EM karla í Frakklandi fór fram síðasta sumar, einmitt á svipuðum slóðum og Elín Metta var rænd.

„Vinsamlegast sendið á okkur upplýsingar um hver maðurinn er og hvar við finnum hann. Við viljum fá Elínu fyrir morgundaginn svo að allir verði glaðir að taka á móti Sviss. Áfram Ísland," segir í tilkynningu frá Petersen svítunni.

Hægt er að sjá fleiri myndir af þjófinum hér að neðan.

Uppfært 15:30: Petersen svítan hefur nú fjarlægt umrædda færslu.

Uppfært 16:04: Aðilinn baðst afsökunar og er búinn að koma pappaspjaldinu til skila.

Uppfært 18:46: Búið er að hylma yfir andlit mannsins sem rændi pappaspjaldinu, að beiðni Peterson svítunnar.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner