Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 21. nóvember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gagnrýndir fyrir að spila Youtube-stjörnu
Juan Sebastian Veron er einn af þeim sem tók ekki vel í uppátækið
Juan Sebastian Veron er einn af þeim sem tók ekki vel í uppátækið
Mynd: Getty Images

Argentíska félagið Deportivo Riestra hefur fengið á baukinn þar í landi fyrir að tefla fram Youtube-stjörnu í leik liðsins á dögunum.


Ivan Buhajeruk heitir maðurinn, betur þekktur sem Spreen en hann var í byrjunarliðinu gegn Velez í efstu deild þann 10. nóvember. Hann var hins vegar ekki lengi inn á þar sem hann var tekinn af velli eftir 50 sekúndur.

„Hann veit ekki einu sinni hvar hann á að standa, þetta er ótrúlegt. Þetta er skammarlegt," sagði lýsandi á Tyc Sports sem sýndi leikinn.

Juan Sebastian Veron, fyrrum leikmaður Man Utd og Chelsea tjáði sig um þetta.

„Þetta er skortur á virðingu fyrir fótbolta og fótboltamenn," sagði Veron sem er forseti Estudiantes de la Plata sem leikur einnig í efstu deild.

Deportiv Riesta sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið bað þá afsökunnar sem tóku illa í þetta uppátæki en markmiðið með þessu var að vekja athygli á deildinni þar sem Spreen laðar marga að vegna vinsældar sinnar á netinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner