Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo er án félags eftir að samningi hans við Fluminense var rift í síðasta mánuði.
Marcelo er 36 ára gamall og var í mikilvægu hlutverki er Fluminense vann titil í heimalandinu á síðustu leiktíð auk þess að sigra suður-amerísku Meistaradeildina, Copa Libertadores.
Hann lenti í riflildi við þjálfara liðsins þegar hann átti að koma inn á sem varamaður sem leiddi til þess að þjálfarinn hætti við skiptinguna. Það varð til þess að hann vildi fara og komst að samkomulagi um starfslok.
Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Leganes vilji fá hann í sínar raðir þar sem Franquise, bakvörður liðsins, varð fyrir hnémeiðslum og er frá út tímabilið.
Marcelo hefur einnig verið orðaður við Sádí-Arabíu en greint er frá því að Spánn sé spennandi fyrir hann þar sem sonur hans er í akademíu Real Madrid.