Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 12:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Love Island stjörnu þakkað fyrir að „laga Rashford"
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Manchester United hafa þakkað nýrri kærustu hans fyrir að kveikja í framherjanum á nýjan leik.

Rashford gerði tvennu á sunnudag þegar Man Utd vann 4-0 sigur á Everton á sunnudag. Hann er núna búinn að gera þrjú mörk í þremur leikjum eftir að Rúben Amorim tók við liðinu.

Hann virðist ánægðari inn á vellinum en stuðningsmenn United þakka nýrri kærustu hans, Love Island stjörnunni Grace Jackson, fyrir það.

Hún setti nýverið inn mynd á Instagram en undir þeirri mynd má sjá fjölda ummæla þar henni er þakkað fyrir flottan árangur Rashford inn á vellinum að undanförnu.

„Við United stuðningsmenn elskum þig, takk fyrir að laga Rashford," skrifaði einn stuðningsmaður við myndina.

Það er spurning hvort Rashford nái að halda áfram að skora þegar Man Utd mætir Arsenal á morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner