PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Stefán Ingi orðaður við heimkomu - Blikar ekki haft samband
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Ingi Sigurðarson var í Þungavigtinni í dag orðaður við endurkomu í Breiðablik en hann er leikmaður Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. „Ég var að heyra að hann væri á radarnum. Hann er samningsbundinn í Noregi og þá þarf bara að rífa upp veskið, Blikar hafa gert það til þessa," segir Blikinn Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Stefán er 23 ára framherji sem uppalinn er hjá Breiðabliki og var fenginn til Sandefjord frá belgíska félaginu Patro Eisden. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Breiðablik hins vegar ekki formlega kannað hvort Stefán sé fáanlegur.

Stefán var seldur til Patro Eisden sumarið 2023 eftir frábæra byrjun í Bestu deildinni. Hann hélt svo til Noregs í sumar.

Stefán lék 15 leiki með Sandefjord á tímabilinu og byrjaði átta þeirra. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt samkvæmt Transfermarkt. Sandefjord endaði í 10. sæti deildarinnar en liðið var í 15. sæti þegar sex umferðir voru eftir. Samningur hans við Sandefjord gildir út tímabilið 2027.

Kristófer Ingi framherji númer eitt í dag
Breiðablik missti Ísak Snæ Þorvaldsson og Benjamin Stokke eftir að tímabilið kláraðist. Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Íslandsmeistaranna, um framherjastöðuna i viðtali á dögunum.

„Ég lagði mikla áherslu á að endursemja við Kristófer Inga (Kristinsson) því að hann er alvöru framherji, hörku 'nía'. Hann endaði undirbúningstímabilið og byrjaði tímabilið hjá okkur þannig að ef hann hefði haldist heill þá hefði hann getað eignað sér framherjastöðuna. Hann er frábær framherji, þó að hann geti spilað á köntunum líka, þá er hann framherji og við hugsum hann sem slíkan. Við erum rólegir með þá stöðu, erum mjög ánægðir með Kristó. Hann fór í aðgerð á báðum ökklum á dögunum og eitthvað í að hann byrji að æfa. Svo eru fleiri leikmenn sem geta leyst stöðuna. Við öndum allavega með nefinu í bili, skoðum markaðinn vel og sjáum til hvort við gerum meira í þeirri stöðu," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner
banner